- Skólinn
- Námið
- Þjónusta
- Starfsfólk
- Skólaskjár
- Enska
- Leiðbeiningar
- Spurt og svarað
Skólaráð Flensborgarskólans
Skólaráð er starfandi við skólann, líkt og lög gera ráð fyrir. Nemendur eiga tvo fulltrúa í skólaráði, en þeir eru jafnan oddviti nemendafélags og formaður hagsmunaráðs. Þá eiga kennarar tvo fulltrúa í skólaráði og eru þeir kosnir í upphafi hvers skólaárs. Skólaráð hittist að öllu jöfnu á tveggja vikna fresti.
Hlutverki skólaráðs er lýst svo í lögum, í 7. gr. laga nr. 98/2008:
Skólaráð skal vera skólameistara til samráðs og aðstoðar. Skólameistari er oddviti skólaráðs sem auk hans skal skipað staðgengli hans og fulltrúum kennara og nemenda. Heimilt er að setja í reglugerð nánari ákvæði um skipan skólaráðs, verksvið þess og starfshætti.
Eftirtaldir sitja í skólaráði Flensborgarskólans skólaárið 2024 – 2025:
Erla Sigríður Ragnarsdóttir, skólameistari
Júlía Jörgensen, aðstoðarskólameistari
Aðalbjörg Emma Hafsteinsdóttir, oddviti NFF
Kristófer Kári Ólafsson, formaður hagsmunaráðs og framkvæmdastjóri NFF
Þórdís Lilja Þórsdóttir, fulltrúi kennara
Eva Björk Jónudóttir, fulltrúi kennara