- Skólinn
- Námið
- Þjónusta
- Starfsfólk
- Skólaskjár
- Enska
- Leiðbeiningar
- Spurt og svarað
Almennar leiðbeiningar um efnisleit á internetinu og á safninu í sambandi við verkefnavinnu eins og ritgerðir eða annað.
Leiðbeiningar um uppsetningu og notkun heimilda í ritgerðum má m.a. finna á leiðbeiningavef Ritvers - hjá Menntavísindasviði HÍ. Nemendum er auk þess eindregið bent á að leita eftir upplýsingum um reglur varðandi notkun heimilda og gerð heimildalista hjá viðkomandi kennurum. Að öðru leyti er vísað í kennsluvef um upplýsingalæsi http://www.upplysing.is/upplysingalaesi/ ásamt upplýsingum um höfundaréttarlögin www.fjolis.is, en sjálf lögin má skoða í lagasafni Alþingis www.althingi.is/lagas/nuna/1972073.html.
Internetið
Fyrst er að afmarka ritgerðarefnið og finna góð leitarorð.
Hér þarf að ákveða hvaða nafn, hugtak eða hugtök standa upp úr, hvernig þau eru t.d. á ensku ef einnig á að nota ensku og hvernig þau passa sem leitarorð. Hér þarf að miða á umfang ritgerðarefnis til að hafa það hvorki of umfangsmikið né of þröngt. Gott er að hafa grundvallarvitneskju um efnið sem leiðarvísi, þ.e. að byrja á því að slá upp í alfræðiriti auk orðabókar.
Leitarorðin og samsetning þeirra er afar mikilvæg.
Notið efnisorðalykil og þau hjálpartæki sem boðið er upp á þar sem þau bjóðast. Kynnið ykkur þær leitaraðferðir sem hugsanlega er boðið upp á og fylgja á ýmsum vefsíðum. Sem dæmi má nefna að hægt er að leita í Gegni á fjórar mismunandi vegu (leit, ítarleit, flettileit og skipanaleit). Ólíkir leitarstrengir henta misjafnlega eftir stöðum. Ekki gefast upp þó að ekkert gangi í fyrstu tilraun. Reynið nokkrar ólíkar leiðir og / eða leitarorð áður en þig dragið ályktun um hvað sé til.
Notið OG, EÐA og EKKI þegar þess gefst kostur eða á ensku:
AND: Þrengir leit, leitar aðeins að efni þar sem að bæði orðin sem standa fyrir og eftir AND koma fyrir.
Dæmi: France AND Revolution (á ekki við í öllum tilfellum, stundum nægir að hafa bil á milli orða).
OR: Víkkar leit, stundum notað á milli samheita eða svipaðra hugtaka.
Dæmi: Revolution OR Civil war.
NOT: Þrengir leit, beðið er um ákveðið efni en ekki í sambandi við eitthvað ákveðið annað.
Dæmi: Revolution NOT France.
"Gæsalappir" : Þegar orð eru látin standa saman innan gæsalappa er aðeins leitað að þeim saman og í þeirri röð sem þau standa.
Dæmi: "French Revolution"
Trunkering*: Það er upplagt að nota trunkeringu, þ.e. stjörnu, ef ekki er munað í fljótu bragði hvernig orðið er rétt skrifað í endann eða ef það gæti hugsanlega líka staðið í fleirtölu og haft ólíkar endingar.
Dæmi: Revol*.
Þá er að ákveða hvar á að leita.
Hér eru margrar ólíkar leiðir sem að henta misvel, en það fer nokkuð eftir því hvers eðlis efnið er, innlent/erlent, nýtt/gamalt, sértækt/almennt o.s.frv. Faggáttir, t.a.m. í gegnum hvar.is eða gegnir.is, e.t.v aðrar fagsíður í gegnum stofnanir og félög, dagblaðagreinar og leitarvélar eins og t.d. Google, Fast eða Alta Vista. Það þarf að hafa í huga að upplýsingarnar finnast í ýmsum formum, það eru bækur, greinar, lokaritgerðir og vefsíður svo nokkuð sé nefnt. Einnig þarf að halda til haga öllum þeim stöðum (vefsíðum) þar sem upplýsingarnar finnast fyrir heimildaskrá.
Þá er að tína úr það sem við fyrstu sýn hentar og setja í "bookmarks" eða prenta út, þ.e. safna því sem að finnst.
Ekki vera að streða við heimildir sem eru ekki á þínu "akademíska" stigi, þ.e. ekki reyna að nota efnivið sem frekar ætti heima í doktorsritgerðarsmíð.
Ath. skiptingu í undir- og yfirflokka. Ef þú lendir á faggátt sem þú átt von á að geta notað en sérð ekki nafnið eða orðið (t.d. history) nein staðar á síðunni til að klikka á, reyndu þá víðara heiti (t.d. Arts and Humanities).
Leggðu mat á gæði og áreiðanleika þeirra vefsíðna sem þú finnur.
Aldri og viðhaldi vefsíðunar. Varist margra ára eða áratuga upplýsingar sem hugsanlega hafa úreldst, e.t.v. vegna nýrra rannsóknarniðurstaðna. Þetta á þó meira við í raunvísindunum.
Eru skrifin málefnaleg, hlutdræg, ítarleg? Eru upplýsingarnar byggðar á hugsanlega hlutdrægum tilfinningum og skoðunum eða liggur aðeins faglegt mat að bak.
Er höfundar getið og ef svo er hvaða menntun/starf hefur viðkomandi ? Vill einhver gangast við upplýsingunum og ef upp- runa þeirra er að finna hjá fagmanni eða í vísindalegu umhverfi hljóta þær að vera nokkuð áreiðanlegar.
Hvers eðlis er vefsíðan, hvaðan kemur hún og hver hýsir hana ? Ef hýsillinn er menntastofnun eða rannsóknarstofnun eru litlar líkur á að upplýsingarnar séu litaðar af gróðrasjónarmiði. Hagsmunir fyrirtækja geta hins vegar haft áhrif á þær upplýsingar sem þau láta í té þó að oft megi finna ýmislegt gagnlegt, t.a.m. aðra tengla á vefsíðum þeirra..
Athuga þarf hvaða, hvernig, hversu mikið og hvort það sem safnast hefur passar við efnistök væntanlegrar ritgerðar. Byrjaðu ekki strax að skrifa. Flestum gefst vel að lesa u.þ.b. 10 síður eða svo til að fá góða yfirsýn yfir efnið. Vertu jafnvel viðbúin því að vilja fá leyfi til að breyta aðeins til í efnisvali eða áherslum í þeim þegar þú ert búin að kynna þér heimildir.
Best væri að æfa sig og gefa sér góðan tíma til að kynna sér almennt leitir á netinu.
Kennsluvefur í upplýsingalæsi: http://www.upplysing.is/upplysingalaesi/
Hér eru nokkrar góðar leiðbeiningar um almenna leit á netinu:
www.lib.berkeley.edu/teachinglib/guides/internet/strategies.html