- Skólinn
- Námið
- Þjónusta
- Starfsfólk
- Skólaskjár
- Enska
- Leiðbeiningar
- Spurt og svarað
Í Flensborgarskólanum í Hafnarfirði er lögð áhersla á að tryggja að meðferð persónuupplýsinga sé í samræmi við ákvæði laga um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga (90/2018). Persónuverndarstefna skólans byggir á þeim lögum. Henni er ætlað að veita upplýsingar um þá vinnslu persónuupplýsinga sem skólinn stundar. Þessi fræðsla er einkum ætluð þeim sem Flensborgarskólinn vinnur með persónuupplýsingar um.
Í Flensborgarskólanum er allt gert sem hægt er til að tryggja að farið sé með persónuupplýsingar af ýtrustu gætni og að meðferð þeirra sé í samræmi við lög og reglur. Starfsmenn Flensborgarskólans eru bundnir þagnareið sem gildir áfram eftir að störfum þeirra er lokið við skólann og þeim ber skylda til að fara með persónuupplýsingar samkvæmt lögum og reglum. Nokkrar grundvallarreglur gilda um meðhöndlun persónulegra upplýsinga. Upplýsingarnar skulu:
Stefnan er aðgengileg á vefsíðu skólans, www.flensborg.is. Markmiðið er að nemendur og starfsmenn séu upplýstir um hvernig skólinn safnar og vinnur persónuupplýsingar.
Hvað eru persónuupplýsingar?
Persónuupplýsingar eru hvers kyns upplýsingar um persónugreindan eða persónugreinanlegan einstakling, þ.e. upplýsingar sem á einhvern hátt má tengja við ákveðinn einstakling. Með vinnslu persónuupplýsinga er átt við hverja þá aðgerð sem framkvæmd er og tekur til upplýsinganna, svo sem söfnun, skráningu, flokkun, varðveislu, breytingu, heimt, skoðun, notkun, miðlun, samtengingu eða samkeyrsla, aðgangstakmörkun og eyðingu.
Um hvaða flokka einstaklinga er unnið með persónuupplýsingar í Flensborgarskólanum?
Í lögum um persónuvernd eru þeir sem unnið er með persónuupplýsingar um nefndir „hinir skráðu“. Í tilviki Flensborgarskólans eru hinir skráðu aðallega nemendur skólans og forráðamenn þeirra, auk starfsfólks og stjórnenda hans.
Hvaða tegundir persónuupplýsinga er unnið með í Flensborgarskólanum?
Þær persónuupplýsingar sem unnið er með í Flensborgarskólanum eru aðallega af eftirtöldu tagi:
Hvers vegna safnar Flensborgarskólinn persónuupplýsingum?
Þeir þriðju aðilar sem Flensborgarskólinn miðlar einkum persónuupplýsingum til eða aflar persónuupplýsinga frá eru eftirtaldir:
Aðgangi að þessum kerfum er stýrt með persónulegum aðgangi og á enginn að hafa aðgang að persónuupplýsingum sem ekki hefur til þess heimild. Heimildir til aðgangs að upplýsingum í öllum kerfum sem skólinn notar eru bundnar við þá einstaklinga sem starfs síns vegna þurfa aðgengi að þeim, s.s. eftir atvikum skólastjórnendur, kennara, námsráðgjafa og aðra starfsmenn. Ekki hafa allir aðilar sama aðgang að upplýsingum, heldur aðeins að þeim sem viðkomandi þarf á að halda til að geta sinnt þjónustu við nemendur. Öryggisráðstafanir eru gerðar til að hindra að persónuupplýsingar glatist, verði birtar eða veittur aðgangur að þeim í leyfisleysi.
Allir samstarfsaðilar Flensborgarskólans eru bundnir trúnaði.
Flensborgarskólinn afhendir ekki þriðja aðila persónuupplýsingar nema skólanum beri lagaleg skylda til þess, einstaklingur hafi sérstaklega óskað eftir því eða hefur fyrirfram gefið óyggjandi samþykki fyrir því að upplýsingar séu veittar þriðja aðila. Slíkt samþykki er hægt að afturkalla.
Hvaðan koma þær persónuupplýsingar sem Flensborgarskóli vinnur með?
Inna
Í Innu eru færðar grunnupplýsingar, upplýsingar um námsframvindu og upplýsingar um sérþarfir en þær koma frá nemanda sjálfum, forráðamanni hans, skólameistara, kennara, námsráðgjafa eða öðrum starfsmönnum skólans sem hafa heimild til þess að skrá slíkar upplýsingar í kerfið.
Netpóstur
Ef tölvupóstur er sendur til starfsmanns Flensborgarskólans varðveitist hann í tölvupóstkerfi skólans og/eða skjalakerfi eftir því sem við á.
Myndir
Myndir með fréttum á vef skólans eða á samfélagsmiðlum á vegum hans eru aðeins birtar ef nemandi hefur gefið heimild til þess. Þá heimild er alltaf hægt að draga til baka og óska eftir að myndefni sé fjarlægt.
Ef nemandi eða forráðamaður hans óskar eftir að mynd af viðkomandi sé fjarlægð af vef eða samfélagsmiðli skólans er orðið við þeirri ósk án tafar. Undanþegið frá þessari reglu er þegar hópmynd er tekin í skólanum eða á atburðum honum tengdum og enginn einn einstaklingur er fókus myndarinnar. Nemandi og eða (ef við á) forráðamaður hans getur þó farið fram á að slíkar myndir verði fjarlægðar af vef skólans eða samfélagsmiðum á hans vegum án þess að gefa upp ástæðu þess.
Orri
Í Orra er á vegum Flensborgarskólans unnið með upplýsingar um starfsfólk og stjórnendur skólans, auk umsækjenda um störf við skólann. Allar þær upplýsingar stafa frá viðkomandi starfsmönnum sjálfum, auk upplýsinga úr öðrum upplýsingakerfum Fjársýslu ríkisins, svo sem Tekjubókhaldi ríkisins (TBR). Fjársýsla ríkisins rekur Orra á grundvelli ákvæða í lögum nr. 123/2015 um opinber fjármál, einkum 64. gr. laganna.
Hver er réttur einstaklinga?
Þegar einstaklingur fer fram á að fá upplýsingar sem skráðar eru um hann skal beiðnin vera skrifleg og vera viðkomandi að kostnaðarlausu. Umsóknina skal senda til Flensborgarskólans í Hafnarfirði, Hringbraut 10, 220 Hafnarfirði og/eða í tölvupósti á flensborg@flensborg.is.
Innsend gögn
Þegar notandi sendir inn umsókn eða ábendingu um frétt í gegnum vefform er beðið um þær upplýsingar sem nauðsynlegar eru til að hægt sé að svara viðkomandi. Eftir að erindi berst til skólans eftir þessari leið er unnið með þær upplýsingar í samræmi við reglur um meðhöndlun pósts og þess gætt að einungis þeir starfsmenn sem koma að því að svara fyrirspurnum hafi aðgang að gögnunum.
Hver er eftirlitsaðili?
Persónuvernd annast eftirlit með framkvæmd laga um persónuvernd, reglugerða og sérákvæða í lögum sem fjalla um vinnslu persónuupplýsinga. Sérhver skráður einstaklingur eða fulltrúi hans hefur rétt til að leggja fram kvörtun hjá Persónuvernd ef hann telur að vinnsla persónuupplýsinga um hann brjóti í bága við lög eða reglugerð. Persónuvernd úrskurðar um hvort brot hafi átt sér stað.
Frekari upplýsingar um persónuvernd er að finna á vef stofnunarinnar, www.personuvernd.is. Skrifstofa stofnunarinnar er að Rauðarárstíg 10, 105 Reykjavík.
Samskiptaupplýsingar
Persónuverndarfulltrúi Flensborgarskólans í Hafnarfirði mun hafa umsjón með eftirfylgni við persónuverndarstefnu þessa og framfylgni við persónuverndarlög.
Persónuverndarfulltrúi Flensborgarskólans er Erla Sigríður Ragnarsdóttir, skólameistari og er hægt að senda henni tölvupóst á netfangið erla@flensborg.is.
Einnig er hægt að senda póst á flensborg@flensborg.is og verður honum komið á framfæri við persónuverndarfulltrúa skólans. Einnig er hægt að hringja í skólann í síma 540 0400 og koma þannig erindum á framfæri til persónuverndarfulltrúans.