- Skólinn
- Námið
- Þjónusta
- Starfsfólk
- Skólaskjár
- Enska
- Leiðbeiningar
- Spurt og svarað
Þátttaka í stjórnun og skipulagi félagslífs skólans getur verið hluti af námi nemenda.
Nemendur sviðsins:
Námsgrein | Einingar |
Leiðtogaþjálfun | 10 |
Frumkvöðlafræði | 5 |
Stjórnun | 5 |
Þeir áfangar sem tilheyra íþróttaafrekssviði Flensborgarskólans eru eftirfarandi:
Námsgrein | Einingar |
Afreksáfangar ( á öllum önnum) | 13 |
Íþróttafræði (sálfræði og næringarfræði) | 10 |
Íþróttameiðsl (forvarnir, meðhöndlun og endurhæfing | 2 |
Skyndihjálp RKÍ | 1 |
Flensborgarskólinn í Hafnarfirði starfrækir íþróttaafrekssvið í samstarfi við ÍBH (Íþróttabandalag Hafnarfjarðar), öll íþróttafélög á landinu og ÍSÍ (Íþróttasamband Íslands).
Íþróttaafrekssvið er hluti af námsbrautum til stúdentsprófs. Séráfangar sviðsins eru ýmist teknir hjá skólanum eða viðkomandi íþróttafélagi. Tilgangurinn er að efla ungt íþróttafólk og búa það undir að stunda íþróttir sem atvinnumenn eða afreksmenn í sinni grein.
Komið er til móts við nemendur á íþróttaafrekssviði t.d. vegna keppnisferða með tilhliðrun prófa og verkefna.
Nemandi kemst á íþróttaafrekssvið ef skólinn og viðkomandi félag/deild og ÍSÍ samþykkja.
Skipulag afrekssviðsins er á þann veg að á hverri önn tekur nemandi tveggja eininga afreksáfanga með æfingum og líkamsstyrktarþjálfun. Að auki lýkur nemandinn tveimur íþróttafræðiáföngum, þar sem umfjöllunarefnin eru m.a. íþróttasálfræði, markmiðasetning, næringarfræði og þjálffræði, og tveimur styttri námskeiðum, í skyndihjálp og meðhöndlun íþróttameiðsla.
Ráðgjöf og stuðningur við íþróttaafreksfólk
Flensborgarskólinn veitir íþróttaafreksnemendum sínum ráðgjöf og stuðning í námi. Oft getur álag við íþróttaiðkun eða meiðsl sett strik í reikninginn hjá ungu og efnilegu íþróttaafreksfólki. Einnig getur löng fjarvera vegna keppnisferðalaga haft víðtæk áhrif í námi. Díana Guðjónsdóttir, íþróttakennari og afreksþjálfari, hefur áratuga reynslu af því að vinna með ungu íþróttafólki og hefur hún á undanförnum árum veitt þeim leiðsögn og stuðning bæði í námi og í afreksgrein þeirra. Díana er með opna viðtalstíma og verða þeir auglýstir á heimasíðu skólans.
Verkefnastjóri sviðsins er Díana Guðjónsdóttir
Díana er með opna viðtalstíma í viðtalsherberginu í Hamri á miðvikudögum klukkan 10:00 - 12:15.
Hægt að panta tíma með því að senda á diana@flensborg.is
diana@flensborg.is
Flensborgarskólinn starfrækir listnámssvið í tónlist í samstarfi við Tónlistarskóla Hafnarfjarðar.
Flensborgarskólinn starfrækir tæknisvið í forritun:
20 einingar að hámarki, 5 áfangar | Áfangi | Ein. |
Forritunarmálið Python - grunnáfangi | FORR1FP05 | 5 |
Hlutbundin forritun í Python, framhaldsáfangi | FORR2FP05 | 5 |
Fyrirspurnamálið SQL | FORR3FV05 | 5 |
Vefforitun I | FORR1VF05 | 5 |
Vefforitun II - framhaldsáfangi | FORR2VF05 | 5 |
Myndvinnsla | MYND1PS03 | 3 |