Sálfræðiþjónusta

 

Allir nemendur í framhaldsskólum eiga rétt á sálfræðiþjónustu þurfi þeir á henni að halda. Flensborgarskólinn er með samstarfssamning við Sálfræðihúsið í Hafnarfirði, Bæjarhrauni 8.

Námsráðgjafar eru tengiliðir milli nemenda og sálfræðinga Sálfræðihússins og aðstoða nemendur við að fá tíma. Biðtími er almennt ekki langur.

Skólinn styður nemendur um þrjá viðtalstíma á námstímanum.

 

Ungmenni 16 ára og eldri geta óskað eftir heilbrigðisþjónustu, þar á meðal viðtali hjá sálfræðingi, án samþykkis forráðamanna.