Jafnréttisstefna

Jafnréttisstefna og jafnrétti í Flensborgarskólanum
 
Jafnréttisnefnd Flensborgarskólans leggur áherslu á virka jafnréttisstefnu og að miðla upplýsingum um jafnréttismál í skólanum. Sagðar verða fréttir af ýmsum þeim viðburðum sem tengjast jafnréttismálum og eiga sér stað innan Flensborgarskólans sem og í samfélaginu.
 
Hér á undirsíðum má sjá jafnréttisáætlun skólans, ýmsar tölulegar upplýsingar varðandi kynjaskiptingu innan skólans í samhengi við nám, störf, nefndir og fleira. Þá eru upplýsingar um jafnréttisnefnd, hverjir sitja í henni og einnig verða tilvísanir á valdar vefsíður með jafnréttisupplýsingum og bjargráðum.
 
Jafnréttisáætlun

Jafnréttisáætlun Flensborgarskólans í Hafnarfirði

 

Flensborgarskólinn leggur áherslu á að nýta til jafns þá auðlegð sem felst í menntun, reynslu og viðhorfum bæði karla, kvenna og fólks með hlutlausa skráningu kyns. Hér eftir verður talað um öll kyn. Jafnréttisáætlun skólans er ætlað að stuðla að jafnri stöðu og virðingu allra kynja innan skólans og minna starfsfólk og nemendur á mikilvægi þess að öll fái notið sín án tillits til kyns, sbr lög nr. 150/2020 um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla.

Flensborgarskólinn leggur einnig áherslu á að öll fái notið sín óháð öðrum þáttum, svo sem trú, skoðana, þjóðernisuppruna, kynþáttar, kynhneigðar, litarháttar, efnahags, ætternis, fötlunar, aldurs og stöðu að öðru leyti. Flensborgarskólinn starfar í takt við aðalnámskrá framhaldsskólanna 2011, 2. útgáfa 2015 og gildandi lög þar að lútandi, sbr lög nr. 86/2018 um jafna meðferð á vinnumarkaði og lög nr. 85/2018 um jafna meðferð óháð kynþætti og þjóðernisuppruna.

Flensborgarskólinn starfar í anda heimsmarkmiða og Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna.

 

Jafnréttisnefnd og jafnréttisfulltrúi

Í áætluninni er gerð grein fyrir jafnréttisnefnd og jafnréttisfulltrúa auk þess sem sett eru fram helstu markmið og aðgerðir skólans sem miða að jafnrétti kynjanna og jafnrétti almennt innan skólans.

Innan skólans starfar jafnréttisnefnd sem skipuð er á opnum fundi starfsmanna í upphafi hvers skólaárs:

 

Hlutverk nefndarinnar er meðal annars að endurskoða og móta allar áætlanir Flensborgarskólans í jafnréttismálum, að fylgjast með stöðu jafnréttismála í skólanum, og vera ráðgefandi fyrir jafnréttisfulltrúa skólans.

Í starfi sínu hafi nefndin til hliðsjónar jafnréttisáætlun menntamálaráðuneytis og Stjórnarráðs sem og lög og reglugerðir sem við eiga.

 

Helstu verkefni nefndarinnar eru að:

●endurskoða jafnréttisstefnu og -áætlun skólans.

●Fylgjast með jafnréttismálum almennt og að jafnréttisáætlunum sé fylgt eftir meðal annars með því að safna og birta reglulega upplýsingar um stöðu jafnréttismála í skólanum.

●fylgjast með framgangi verkefna innan skólans sem kveðið er á um í framkvæmdaáætlun ríkisstjórnarinnar í jafnréttismálum.

●taka þátt í gerð aðgerðaáætlana um hvernig rétta skuli hlut kynja þar sem það á við.

●hafa yfirsýn yfir lög og reglur stjórnvalda um jafnréttismál og fylgjast með breytingum á þeim.

●fylgjast með umræðu um jafnréttismál eftir því sem við verður komið.

●vera ráðgefandi um fræðslu um jafnréttismál fyrir stjórnendur og annað starfsfólk.

●halda uppi umræðu og fræðslu um jafnréttismál og koma á framfæri hugmyndum sem stuðla að auknu jafnrétti.

●gefa starfsfólki og nemendum greiðan aðgang að aðila sem ber ábyrgð og/eða getur komið málum þeirra í farveg og skal það ferli vera augljóst. Skólastjórnendur koma að málum er varða starfsfólk skólans, auk trúnaðarmanna. Náms- og starfsráðgjafar taka á móti ábendingum og/eða málum frá nemendum og framfylgja þeim á fundi nemendaþjónustu.

 

Í Flensborgarskólanum starfar jafnréttisfulltrúi. Hlutverk hans er að fjalla um og fylgjast með jafnréttisstarfi í skólanum. Jafnréttisfulltrúi sendir mennta- og menningarmálaráðuneyti árlega greinargerð um starf nefndar og fulltrúi sbr. lög nr. 150/2020 um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna. Jafnréttisfulltrúi á sæti í jafnréttisnefnd sem eru valin til starfa á opnum skólafundi. Skólameistari og aðstoðarskólameistari Flensborgarskólans unnu með jafnréttisnefnd[1]að gerð þessarar jafnréttisáætlunar skólans.

Jafnréttisáætlun þessi er gerð í samræmi við 18. grein laga um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna nr. 150/2020 þar sem kveðið er á um að leggja beri áherslu á að tryggja öllum kynjum jafnan rétt. Jafnframt segir að jafnréttisáætlun og jafnréttissjónarmið í starfsmannastefnu skuli endurskoða á þriggja ára fresti.

Jafnréttisáætlun þessi var lesin og yfirfarin á samráðsfundum frá september til nóvember 2023 og kynnt starfsfólki á skólafundi fimmtudaginn 4. janúar 2024. Áætlun verður einnig kynnt nemendum á opnum fundi í sal skólans á vorönn 2024.

Jafnréttisáætlun skal endurskoða á þriggja ára fresti, næst árið 2026 og stefnt er að því að jafnréttisnefnd ljúki þeirri vinnu í desember það ár.

 

1.hluti: Skólinn sem vinnustaður

 

Allar mikilvægar ákvarðanir sem varða starfsfólk skulu metnar frá jafnréttissjónarmiði. Allt starfsfólk skal hafa jafnan rétt til launa, stöðuveitinga, starfa og þátttöku í nefndum og ráðum. Mikilvægt er að öll kyn fái notið starfsþjálfunar og endurmenntunar að jöfnu. Auglýsingar, upplýsingagjöf, kynbundið ofbeldi, kynferðisleg og kynbundin áreitni og tengsl við starfsmannastefnu eru einnig viðfangsefni jafnréttisáætlunar skólans.

Launajafnrétti

Við ákvörðun launa og annarra kjara skal þess gætt að kynjum sé ekki mismunað. Þess er meðal annars gætt með jafnlaunavottun skólans. Sjá nánari upplýsingar í jafnlaunastefnu á heimasíðu skólans, en þar segir m.a. að stjórnendur skólans vinni að jafnlaunamarkmiði og rýna jafnlaunakerfið árlega með launagreiningu. Jafnlaunastefnan felur jafnframt í sér skuldbindingar um stöðugar umbætur, eftirlit og viðbrögð.

Jafnlaunavottunin var fyrst veitt þann 24. október 2019, en Flensborgarskólinn var einn af fyrstu framhaldsskólum landsins til að hljóta slíka vottun. Skólanum barst jafnlaunamerki Jafnréttisstofu þann 2. janúar 2020 og hefur haldið því síðan.

Úttekt BSI á jafnlaunakerfi Flensborgarskólans hefur staðfest að starfsfólk skólans fær greidd sömu laun fyrir jafnverðmæt störf. Vottunin hefur ennfremur leitt í ljós að ákvarðanir um laun fela ekki í sér kynbundna mismunun. Skólinn leitast ávallt við að hafa kynjaskiptingu sem jafnasta.

 

Markmið

Ábyrgð

Aðgerð

Eftirfylgni/tími

Að öll kyn njóti sömu kjara fyrir sömu eða sambærileg störf

Skólameistari

 

Viðmið við ákvörðun launa sé skýr og öllum ljós, enda miðuð við kjarasamning. Launagreining framkvæmd

Stöðumat árlega

 

Jafnréttisfulltrúi

Jafnréttisnefnd

Fá reglulega kyngreindar upplýsingar frá stjórnendum skólans og samstarfsnefndum

Þátttaka í nefndum og ráðum

Unnið skal markvisst að því að jafna fjölda kynja í nefndum og ráðum á vegum skólans. Þegar óskað er eftir tilnefningum í nefndir og ráð skal minnt á að tekið sé mið af 28. gr. laga um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna nr. 150/2020, en þar segir:

 

Við skipun í nefndir, ráð og stjórir á vegum ríkis og sveitarfélaga skal þess gætt að hlutfall kynjanna sé sem jafnast og ekki minna en 40% þegar um fleiri en þrjá fulltrúa er að ræða. Þetta gildir einnig um stjórnir opinberra hlutafélaga og fyrirtækja sem ríki eða sveitarfélag er aðaleigandi að.

 

Markmið

Ábyrgð

Aðgerð

Eftirfylgni/tími

Að jafn margir af hverju kyni sitji innan nefnda og ráða á vegum skólans, að teknu tilliti til kynjahlutfalls starfsfólks

Skólameistari

Aðstoðarskólameistari

Jafnréttisfulltrúi

Taka saman upplýsingar um skiptingu kynja í nefndum og ráðum á vegum skólans

Jafnréttisfulltrúi kynnir stöðuna í upphafi hvers skólaárs

 

Auglýsingar og upplýsingagjöf

Í auglýsingum skulu störf vera ókyngreind og höfða til allra kynja. Þegar birtar eru tölfræðilegar upplýsingar á vegum skólans skulu þær jafnan kyngreindar, eftir því sem við á.

 

Markmið

Ábyrgð

Aðgerð

Eftirfylgni/tími

Að auglýsingar innan skólans mismuni ekki kynjum og höfði til allra kynja

Skólameistari

Jafnréttisfulltrúi

Fulltrúi nemenda

Kanna auglýsingatöflur skólans.

Jafnréttisnefnd fylgist með að unnið sé samkvæmt áætluninni og upplýsir um stöðu mála.

Að auglýsingar mismuni ekki kynjum og höfði til allra kynja

Skólameistari

Aðstoðarskólameistari

 

Kanna auglýsingar sem birtast frá skólanum

Að tölfræðilegar upplýsingar séu kyngreindar eftir því sem við á

Skólameistari

Aðstoðarskólameistari

 

Taka saman kyngreindar upplýsingar og koma á framfæri á vef og í fréttatilkynningum

 

Stöðuveitingar og störf

Jafnréttissjónarmið á að meta til jafns við önnur mikilvæg sjónarmið sem ráða við stöðuveitingar. Markmiðið er að halda sem jöfnustu hlutfalli kynja í störfum innan skólans. Þess skal gætt að einstaklingum sé ekki mismunað vegna kynferðis við úthlutun verkefna eða þegar teknar eru ákvarðanir um framgang í störfum. Jafnframt skulu öll kyn njóta sömu tækifæra til að axla ábyrgð.

 

Markmið

Ábyrgð

Aðgerð

Eftirfylgni/tími

Að jafna fjölda kynja í sambærilegum störfum í skólanum

Skólameistari

Aðstoðarskólameistari

 

Samantekt á kynjahlutföllum allra starfshópa skólans ásamt yfirliti yfir auglýst störf, umsækjendur og ráðningar. Í starfsauglýsingum eru öll kyn hvött til að sækja um. Ef ástæða er til þá má auglýsa eftir því kyni sem hallar á sbr. 3 mgr. 26. gr. jafnréttislaga

Fylgjast markvisst með úthlutun verkefna og tilfærslum innan skólans

Jafnréttisnefnd fer yfir stöðuna árlega í árslok

Starfsþjálfun og endurmenntun

Kynin skulu njóta sömu möguleika til endurmenntunar og starfsþjálfunar. Endurmenntunarstefna skólans skal endurspegla slík markmið og safnað skipulega upplýsingum um endurmenntun starfsfólks. Gætt er að kynjum sé ekki mismunað hvað varðar starfsþjálfun og endurmenntun sem í boði er á hverjum tíma.

 

Markmið

Ábyrgð

Aðgerð

Eftirfylgni/tími

Að öll kyn njóti sömu möguleika til starfsmenntunar og starfsþjálfunar

 

Að námstilboð skólans höfði til allra kynja og mismuni ekki kynjum

Skólameistari

 

Kyngreind samantekt með upplýsingum um þátttöku í endurmenntun

 

Fylgjast markvisst með kynjahlutfalli á námskeiðum á vegum skólans

Jafnréttisnefnd fer yfir stöðuna árlega í árslok

 

Kynbundið ofbeldi, kynbundin áreitni og kynferðisleg áreitni – hatursorðræða og/eða móðgandi ummæli

Allt starfsfólk á rétt á því að komið sé fram við það af virðingu og að þau sæti hvorki kynferðislegri né kynbundinni áreitni eða ofbeldi. Hatursorðræða og/eða móðgandi ummæli/hegðun sem tengist litarhætti, kynhneigð, þjóðernisuppruna, fötlun o.fl., grefur undan sjálfsvirðingu þess sem fyrir henni verður og hefur oft það að markmiði að styrkja neikvæðar staðalmyndir um viðkomandi minnihlutahóp.

 

Kynferðisleg áreitni er hvers kyns kynferðisleg hegðun sem hefur þann tilgang eða þau áhrif að misbjóða virðingu þess sem fyrir henni verðuri, einkum þegar hegðunin leiðir til ógnandi, fjandsamlegra, niðurlægjandi, auðmýkjandi eða móðgandi aðstæðna. Hegðunin getur verið orðbundin, táknræn og/eða líkamleg. Eitt tilvik getur talist kynferðisleg áreitni.

 

Kynbundin áreitni er hegðun sem tengist kyni þess sem fyrir henni verður og hefur þann tilgang eða þau áhrif að misbjóða virðingu viðkomandi og skapa aðstæður sem eru ógnandi, fjandsamlegar, niðurlægjandi, auðmýkjandi eða móðgandi fyrir viðkomandi.

Kynbundið ofbeldi

 

er ofbeldi á grundvelli kyns sem leiðir til þess eða gæti leitt til líkamlegs eða sálræns skaða eða þjáninga þess sem fyrir henni verður, einnig hótun um slíkt, þvingun eða handahófskennda sviptingu frelsis. Hatursorðræða og/eða móðgandi ummæli/hegðun sem tengist litarhætti, kynhneigð, þjóðernisuppruna, fötlun o.fl., grefur undan sjálfsvirðingu þess sem fyrir henni verður og hefur oft það að markmiði að styrkja neikvæðar staðalmyndir um viðkomandi minnihlutahóp.

 

 

Telji starfsfólk sig verða fyrir kynferðislegri eða kynbundinni áreitni og/eða ofbeldi má leita til skólameistara, trúnaðarmanna stéttarfélaga innan skólans eða jafnréttisfulltrúa skólans eins og fram kemur í starfsmannastefnu. Í framhaldi er unnið í málinu í samráði við þann sem telur á sér brotið. Haft er samband við aðila málsins og hvorum/hverjum aðila um sig gefinn kostur á að tjá sig um málsatvik. Leitað er sátta ef svo ber undir en málinu komið í lögformlegan farveg takist það ekki eða grunur leikur á að lögbrot hafi verið framið. Á öllum stigum skal tryggt að aðilum máls sé veittur viðhlítandi stuðningur, vilji þeir á annað borð þiggja slíkt.

 

Fræðslu um kynferðislega áreitni og kynbundna áreitni og ofbeldi skal auka, til að stuðla að því að allt starfsfólk verði meðvitað um málefnið, geti greint slíkt atferli og brugðist við því ef svo ber undir, sbr 22. gr. jafnréttislaga sem segir að yfirmenn stofnana og félagasamtaka skulu gera sérstakar ráðstafanir til að koma í veg fyrir að starfsfólk, nemar og skjólstæðingar verði fyrir kynbundnu ofbeldi, kynbundinni áreitni eða kynferðislegri áreitni á vinnustað, stofnun, í félagsstarfi eða skólum.

 

Markmið

Ábyrgð

Aðgerð

Eftirfylgni/tími

Kynferðisleg áreitni og kynbundin áreitni og ofbeldi er ekki liðin í Flensborgarskólanum

Skólameistari

Aðstoðarskólameistari

Jafnréttisáætlun er kynnt og lögð áhersla á að öll viti hvar hægt er að nálgast upplýsingar um jafnréttisstefnu skólans

Stöðumat/árlega

Jafnréttisnefnd fylgist með stöðu mála.

Auka skal fræðslu um kynferðislega áreitni, kynbundinni áreitni og ofbeldi til að gera starfsfólk meira meðvitað

Skólameistari

Aðstoðarskólameistari

Jafnréttisfulltrúi

Fræðslufundur/erindi um kynbundið ofbeldi, kynbundna áreitni eða kynferðislega áreitni

Framfylgt á almennum skólafundi í upphafi skólaárs

 

Samræming fjölskyldu- og atvinnulífs

Jafnréttissjónarmið og leiðir til að vinna að jafnri stöðu kynjanna verða að vera virkur þáttur í starfsmannastefnu skólans. Í starfsmannastefnunni skal:

●taka mið af jafnrétti þegar fjallað er um líðan starfsfólks á vinnustað og starfsanda.

●vera ljóst hvernig starfsfólki er gert kleift að samræma starfsskyldur sínar og skyldur gagnvart fjölskyldu með sveigjanlegum vinnutíma, hlutastörfum eða annarri vinnuhagræðingu, eftir því sem við verður komið.

Jafnréttisáætlun og starfsmannastefna skólans skulu vera samhljóma í þeim atriðum sem varða jafnréttismál.

 

Markmið

Ábyrgð

Aðgerð

Eftirfylgni/tími

Starfsfólki Flensborgarskólans er gert kleift að samræma fjölskyldulíf og vinnu m.a. með sveigjanlegum viðverutíma

Skólameistari

Aðstoðarskólameistari

Skipulag stundatöflu hefur að hluta til tekið mið af óskum kennara um starfstíma. Unnið verður enn frekar að því að gera stundatöflu sveigjanlega

Unnið í samráði við viðkomandi starfsmann. Athugað í upphafi hverrar annar.

Tími til undirbúningsvinnu sé sveigjanlegur

Starfsfólk - samkvæmt kjarasamningi

Að ábyrgð á undirbúningsvinnu sé hjá starfsfólki, óháð stað og stund

Árlegt stöðumat

Að öll kyn þekki og nýti sér rétt til fæðingarorlofs og sorgarleyfis, sbr. lög þar að lútandi

Skólameistari

Trúnaðarmenn

Að upplýsingar um réttindi og skyldur séu aðgengilegar og skýrar

Athugað í upphafi meðgöngu eða þegar starfsfólk tilkynnir áætlaða fæðingu

 

II. hluti: Skólinn sem menntastofnun

 

Leggja skal áherslu á jafnréttissjónarmið í allri kennslu:

Allt starfsfólk skólans skal ávallt halda vöku sinni í jafnréttismálum sem og gæta að orðræðu í kennslustundum og þar sem því er viðkomið innan skólans. Jafnréttismál varða alla, bæði nemendur og starfsfólk og því verða tengsl jafnréttisnefndar skólans og jafnréttisnefndar nemenda styrkt eftir föngum, enda mikilvægt er að í öllu skólastarfi, jafnt í kennslustundum sem í öllum samskiptum, séu ákvæði jafnréttislaga höfð að leiðarljósi. Jafnframt er, eins og segir í aðalnámskrá framhaldsskólanna 2011, 2. útgáfa 2015 (bls 19.):

Mikilvægt að draga fram að ýmsir búa við margþætta mismunun þegar fleiri slíkir þættir tvinnast saman, til dæmis kyn og fötlun, kynhneigð og þjóðerni, aldur og búseta. Í þessu skyni er eðlilegt að nýta sér í skólastarfinu þekkingu sem nýjar fræðigreinar, svo sem kynjafræði, hinseginfræði, fjölmenningarfræði og fötlunarfræði, hafa vakið athygli á. Undir jafnréttismenntun fellur m.a. nám um kyn og kynhneigð. Með grunnþættinum jafnrétti er einnig lögð áhersla á að fram fari nám um menningu, þjóðerni, tungumál, trúarbrögð og lífsskoðanir.

Kennsla skal vera jafnréttismiðuð sem meðal annars felur í sér að kennarar beita sér samkvæmt eftirfarandi viðmiðum eins og kostur er, m.a. á eftirfarandi hátt:

●Kennsluaðferðir eru fjölbreyttar.

●Haft er í huga að kynin hafa oft og tíðum ólík áhugamál og ólíka lífsreynslu.

●Í námsgreinum, þar sem einu kyni gengur almennt betur en öðrum, eru markvisst notaðar aðferðir og efni til að hvetja alla nemendur til dáða.

●Fjallað er um námsefnið frá ýmsum sjónarhornum og ólíkar heimildir notaðar.

●Þess er gætt að vitna í sérfræðinga af öllum kynjum eftir því sem tök eru á.

●Kennarar gæta óhlutdrægni bæði hvað varðar hegðun og námsefni og benda nemendum á leiðir til að koma auga á og vinna gegn misrétti.

●Kennarar vinna gegn hvers kyns hatursorðræðu og fordómum í kennslustofum.

●Starfsfólk er til fyrirmyndar um jafnréttismiðaða framkomu og gera ekki greinarmun á kynjum í framkomu sinni og í kennslu.

●Starfsfólk nýti tækifæri til, ef aðstæður koma upp, að kenna nemendum að greina ólíkar aðstæður sem geta leitt til mismunar á jafnrétti kynja.

 

Fræðsla til handa nemendum:

Nemendur skulu fá fræðslu um jafnréttismál. Í þeirri fræðslu skal leggja áherslu á styrkleika allra kynja, skyldur og réttindi. Mikilvægt er að nemendur af öllum kynjum komi fram fyrir hönd skólans og nemendur séu meðvitaðir um gildi jafnræðis kynjanna í stjórnum, ráðum og annarri starfsemi nemendafélagsins. Þá er mikilvægt að nemendafélagið vinni að félags-, hagsmuna- og velferðarmálum allra nemenda og að fulltrúar nemendafélagsins séu ávallt meðvitaðir um þau atriði er tengjast m.a. jafnrétti og stefnu skólans. Þá er einnig mikilvægt að allir nemendur skólans hafi jöfn tækifæri á sækja viðburði á vegum skólans, sbr. aðgengi, fjölbreytni og auglýsingar.

 

Kynbundið ofbeldi, kynbundin áreitni og kynferðisleg áreitni – hatursorðræða og/eða móðgandi ummæli

Kynferðisleg áreitni er ekki liðin innan Flensborgarskólans.

Allir nemendur eiga rétt á því að komið sé fram við það af virðingu og að þeir sæti hvorki kynferðislegri né kynbundinni áreitni eða ofbeldi. Hatursorðræða og/eða móðgandi ummæli/hegðun sem tengist litarhætti, kynhneigð, þjóðernisuppruna, fötlun o.fl., grefur undan sjálfsvirðingu þess sem fyrir henni verður og hefur oft það að markmiði að styrkja neikvæðar staðalmyndir um viðkomandi minnihlutahóp.

Telji nemandi að brotið hafi verið gegn honum eða öðrum nemendum í Flensborgarskólanum skal hann leita til námsráðgjafa, umsjónarkennara eða aðstoðarskólameistara sem í samráði við viðkomandi finna hverju máli farveg. Vegna nemenda undir 18 ára aldri skal ávallt og án tafar haft samband við foreldra og/eða forsjáraðila þeirra. Í framhaldi er unnið í málinu í samráði við þann sem telur á sér brotið og eftir atvikum foreldra og/eða forsjáraðila hans. Haft er samband við aðila málsins og hvorum/hverjum aðila um sig gefinn kostur á að tjá sig um málsatvik. Leitað er sátta ef svo ber undir en málinu komið í lögformlegan farveg takist það ekki eða grunur leikur á að lögbrot hafi verið framið. Þá skal tafarlaust gera nemendaverndarráði viðvart. Á öllum stigum skal tryggt að aðilum máls sé veittur viðhlítandi stuðningur, vilji þeir á annað borð þiggja slíkt.

 

Markmið

Ábyrgð

Aðgerð

Eftirfylgni/tími

Að öll kyn hafi sömu tækifæri til náms

Skólameistari

Aðstoðarskólameistari

Áfangastjóri

Aðgengi að námi sé óháð kyni

Árlegt stöðumat.

 

Að námsframboð skólans höfði bæði til karla og kvenna og mismuni ekki kynjum

Aðstoðarskólameistari

Áfangastjóri

Kennarar

Fylgjast markvisst með kynjahlutfalli í námi á vegum skólans

Jafnréttis-miðuð kennsla

Skólameistari

Aðstoðarskólameistari

Kennarar

 

Kannað verður hvernig jafnréttissjónarmið falla inn í hefðbundna kennslu. Hluti af kennslumati

Jafnréttisnefnd fer yfir stöðuna árlega í árslok. Niðurstöður kynntar kennurum í starfsmannasamtölum

 

Aðgerðaáætlun 2023-2026

Aðgerðaáætlun Flensborgarskólans miðar meðal annars að því að auka almenna vitund fyrir jafnréttismálum, tryggja jafnrétti í öllu starfi skólans og koma í veg fyrir hvers konar mismunun. Hún á einnig að auka almenna ánægju bæði starfsfólks og nemenda og stuðla að bættum starfsanda og menningu skólans. Aðgerðaáætlunin er unnin í samræmi við lög nr. 150/2020 um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna og einnig í samræmi við Aðalnámskrá framhaldsskólanna frá 2011 2. útgáfa 2015 en þar er lögð áhersla á að starfshættir skólanna skuli mótast af umburðarlyndi og jafnrétti, lýðræðislegu samstarfi og ábyrgð.

Ætlunin er að:

●Huga enn betur að fræðslu um jafnréttismál innan Hámarks, umsjónar- og lífsleikniskennslu skólans. Þar næst til allra nemenda skólans ogþví mikilvægt að fá öfluga fræðslu og umræðu um jafnréttismál inn í hópana og þannig hlúa að jákvæðri skólamenningu og viðhorfi nemenda.

●Bjóða áfram upp á grunnáfanga í kynjafræði. Þar skal meðal annars leggja áherslu á kynja- og jafnréttisfræðslu, sögu jafnréttisbaráttunnar og fleira. Einnig er kenndur áfangi í sögu þar sem áhersla er lögð á kvennasögu.

●Þá er hvatt til að jafnréttismál séu ávörpuð í sem flestum áföngum og kennarar hvattir til að skoða námsárangur kynjanna.

●Efla samstarf milli jafnréttisnefndar starfsfólks og jafnréttisráðs nemendafélagsins.

●Halda skal málþing/fyrirlestur/örfyrirlestra/ þemadag á hverju skólaári þar sem jafnréttismál eru til umfjöllunar.

●Jafnréttisfulltrúi fer inn í valda nemendahópa til að hvetja til virkrar þátttöku allra nemenda í félagsstarfi innan skólans og vekja þar með nemendur til meðvitundar um gildi þess að bæði kynin komi fram fyrir hönd skólans.

●Að helstu áherslur heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna gæti í öllum kenndum áföngum við skólann.

●Vinna áfram markvisst gegn kynbundnu ofbeldi með því að auka fræðslu jafnt til starfsfólks og nemenda.

●Viðhalda jafnlaunavottunarkerfi skólans

●Að viðbragðsáætlun skólans við kynferðis- og/eða kynbundnu áreitni og ofbeldi sé öllum sýnileg.

 

Útgefið í desember 2023


[1] Að gerð þessarar jafnréttisáætlunar kom jafnréttisjafnnefnd sem kosin var í skólafundi í ágúst 2023. Í henni sátu Atli Freyr Guðmundsson, Áslaug Þórðardóttir, Ásbjörn Friðriksson, Elín Guðmundsdóttir. Jafnréttisfulltrúi var Borghildur Sverrisdóttir.

Aðgerðaráætlun

 

Aðgerðaáætlun 2023-2026

 

Aðgerðaáætlun Flensborgarskólans miðar meðal annars að því að auka almenna vitund fyrir jafnréttismálum, tryggja jafnrétti í öllu starfi skólans og koma í veg fyrir hvers konar mismunun. Hún á einnig að auka almenna ánægju bæði starfsfólks og nemenda og stuðla að bættum starfsanda og menningu skólans. Aðgerðaáætlunin er unnin í samræmi við lög nr. 150/2020 um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna og einnig í samræmi við Aðalnámskrá framhaldsskólanna frá 2011 2. útgáfa 2015 en þar er lögð áhersla á að starfshættir skólanna skuli mótast af umburðarlyndi og jafnrétti, lýðræðislegu samstarfi og ábyrgð.

 

Ætlunin er að:

●Huga enn betur að fræðslu um jafnréttismál innan Hámarks, umsjónar- og lífsleikniskennslu skólans. Þar næst til allra nemenda skólans og því mikilvægt að fá öfluga fræðslu og umræðu um jafnréttismál inn í hópana og þannig hlúa að jákvæðri skólamenningu og viðhorfi nemenda án fordóma.

●Bjóða áfram upp á grunnáfanga í kynjafræði. Þar skal meðal annars leggja áherslu á kynja- og jafnréttisfræðslu, sögu jafnréttisbaráttunnar og fleira. Einnig er kenndur áfangi í sögu þar sem áhersla er lögð á kvennasögu.

●Þá er hvatt til að jafnréttismál séu ávörpuð í sem flestum áföngum og kennarar hvattir til að skoða námsárangur kynjanna. Þá er starfsfólk einnig hvatt til að bregðast skjótt við ef það verður vart við hatursorðræðu og kynbundna mismunun.

●Efla samstarf milli jafnréttisnefndar starfsfólks og jafnréttisráðs nemendafélagsins.

●Halda skal málþing/fyrirlestur/örfyrirlestra/þemadag á hverju skólaári þar sem jafnréttismál eru til umfjöllunar.

●Jafnréttisfulltrúi fer inn í valda nemendahópa til að hvetja til virkrar þátttöku allra nemenda í félagsstarfi innan skólans og vekja þar með nemendur til meðvitundar um gildi þess að öll kynin komi fram fyrir hönd skólans.

●Að helstu áherslur heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna gæti í öllum kenndum áföngum við skólann.

●Viðhalda jafnlaunavottunarkerfi skólans.

●Að viðbragðsáætlun skólans við kynferðis- og/eða kynbundinni áreitni og ofbeldi sé öllum sýnileg.

●Vinna áfram markvisst gegn kynbundnu ofbeldi með því að auka fræðslu jafnt til starfsfólks og nemenda.

 

Útgefið í desember 2023

Jafnréttisnefnd

 

Jafnréttisnefnd skólans fjallar um jafnréttismál. Í henni sitja auk stjórnenda:
 

Borghildur Sverrisdóttir, formaður og jafnréttisfulltrúi skólans

Elín Guðmundardóttir

Ásbjörn Friðriksson

Bjarni Þ. Hallfreðsson

Jafnlaunastefna

 

Flensborgarskólinn í Hafnarfirði hefur innleitt jafnlaunakerfi sem nær til alls starfsfólks. Kerfið inniheldur jafnréttisáætlun og byggist jafnlaunastefna Flensborgarskólans á henni. Markmið jafnlaunakerfis Flensborgarskólans er að tryggja launajafnrétti kynjanna. Öllum skulu greidd sömu laun fyrir jafnverðmæt og sambærileg störf og þar með tryggja jafna stöðu kynjanna innan Flensborgarskólans. Jafnlaunastefnan felur í sér skuldbindingar um stöðugar umbætur, eftirlit og viðbrögð.

 

Skólameistari ber ábyrgð á jafnlaunakerfinu og að það sé í samræmi við lög nr. 150/2020 um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla sem og önnur lög og reglugerðir þar að lútandi. Stjórnendur bera ábyrgð á innleiðingu og viðhaldi í samræmi við jafnlaunastaðalinn ÍST 85:2012. Stjórnendur bera ábyrgð á að rýna skýrslur um jafnlaunakerfi, gæði þess og skilvirkni, sem og að mæla fyrir um tillögu um úrbætur.

 

Stjórnendur skólans skulu setja fram jafnlaunamarkmið og rýna jafnlaunakerfið árlega. Jafnlaunamarkmiðin ná til allra starfssviða Flensborgarskólans. Jafnlaunamarkmið skulu endurskoðuð út frá niðurstöðum launagreiningar og í samráði við jafnréttisnefnd skólans.

 
Til þess að framfylgja stefnunni mun Flensborgarskólinn framkvæma launagreiningu árlega þar sem borin eru saman jafnverðmæt störf og sambærileg störf og kannað hvort munur mælist eftir kyni. Stjórnendur skulu vera meðvitaðir um að stöðugar umbætur þurfa að eiga sér stað. Stjórnendur skulu jafnframt skuldbinda sig til þess að viðhalda stöðugum umbótum, eftirliti og bregðast við launamun og þeim frávikum sem koma fram við rýni á jafnlaunakerfinu.
 
Ef kann að koma óútskýrður munur á launum fyrir sambærileg störf skal sá munur skoðaður, leitað skýringa og unnið að úrbótum.
 
Yfirfarið í nóvember 2023