Félagslíf nemenda - Leiðtogaþjálfun

Leiðtogaþjálfun er kennd við Flensborgarskólann í tveimur áföngum: LEIÐ1JS05 (Jafningjastjórnun og samábyrgð) og LEIÐ2ÁF05 (Ábyrg forysta). Áfangana sitja forysta nemendafélagsins hverju sinni sem heldur utan um félagslíf skólans. Undirstöðuatriði í viðburðastjórnun, fundarsköpum og fleira er kennt í áföngunum. Áfangarnir eru fimm einingar hvor og nýtast nemendum inn á námsbrautir í gegnum félagslífssvið skólans, eða sem frjálst val á almennum brautum.

Kennsla áfanganna er í höndum félagslífskennara skólans, þeirra Þórdísar Lilju Þórsdóttur og Bjarna Þórarins Hallfreðssonar.