Umsjón

Umsjónarkennsla nemenda

 
Nemendur á fyrsta ári eru með umsjónarkennara og tilheyra bekkjarkerfi. Meginhlutverk umsjónarkennarans, eða Hámarkskennarans, er að fylgjast með námi nemenda, vera til ráðgjafar og leiðsagnar auk þess að vera tengiliður á milli nemenda og skóla.
 
VIBS1LO01 er áfangi útskriftarefna þar sem umsjónarkennari er til staðar og styður við nemendur með ýmsum hætti. Nemendur skipuleggja dimmisjón í tímunum, vinna að útgáfu útskriftarblaðs og skipuleggja fjáraflanir.
 
Nemendur á 2. og 3. ári sjá sjálfir um val sitt fyrir hverja önn, en upplýsingar um framkvæmd valsins eru vel auglýstar hverju sinni og geta nemendur haft samband við áfangastjóra eða námsráðgjafa ef þeir þurfa aðstoð.