Reglur um notkun á tölvubúnaði

 

  1. Tölvur og tölvubúnaður skólans er eign skólans. Slíkur búnaður er einungis ætlaður til náms, kennslu, kynninga, fræðslu eða annarra skólatengdra atriða. Nemendur skólans sem þurfa aðgang að tölvubúnaði vegna verkefnavinnu eða annarri skólatengdri vinnu fá að njóta forgangs að notkun búnaðarins.

  2. Starfsfólk og nemendur skólans fá úthlutað notendanafni frá skólanum og er handhafi þess notendanafns ábyrgur fyrir notkun þess. Óheimilt er að deila eða lána notendanafn sitt til einhvers annars. Óheimilt er að nota annað notendanafn en sitt eigið til að tengjast tölvum, tölvubúnaði eða forritum.

  3. Allir notendur geta nýtt sér aðgang að neti skólans. Óheimilt er að nýta aðgang að neti skólans í að skoða ólöglegt efni eða gera tilraunir til að komast ólöglega inn í tölvur eða tölvubúnað annarra. Óheimilt er að hlaða niður, senda eða nota forrit sem ætluð eru til tölvuárása eða annarra skemmdarverka.

  4. Öll notkun og samskipti á neti skólans skulu vera í eigin nafni. Á neti skólans er óheimilt að senda ruslpóst, auglýsingar, keðjubréf (spam) eða annað slíkt.

  5. Meðferð matvæla og drykkja er óheimil í kringum tölvubúnað skólans. Nemendur skulu ganga vel um allan þann tölvubúnað sem þeir kunna að nota og ganga frá eftir sig þegar notkun lýkur.

  6. Notendum er með öllu óheimilt að skoða eða afrita gögn nema með leyfi þess notenda sem á gögnin enda leggur skólinn áherslu á akademísk heilindi, eða heiðarleg vinnubrögð, sjá nánar á heimasíðu skólans.

  7. Hugbúnað eða önnur gögn á tölvubúnaði skólans er óheimilt að afrita. Höfundarréttarlög eru í gildi á þeim búnaði og því er afritun ekki leyfileg nema annað sé tekið fram.

  8. Skólinn áskilur sér rétt til að meðhöndla gögn og notendaaðganga eftir því sem þarf svo sem að eyða, skoða, afrita eða geyma.

Brot á þessum reglum geta leitt til lokunar á aðgangi að tölvum skólans og, sé um alvarlegt eða endurtekið brot að ræða, brottvísunar úr skóla.

uppfært 08.02.23