AÍÞR1TH02 - Afreksíþróttir - Tækni og hreyfifærni

Viðfangsefni: Tækni og hreyfifærni, SMART markmiðssetning

Lýsing: Áfanginn er eingöngu ætlaður nemendum á íþróttafrekssviði og er kenndur í samráði við íþróttafélag nemandans. Áfanginn er miðaður við að nemandinn geti stundað sína íþróttagrein samhliða skóla og er einstaklingsmiðaður. Í áfanganum er unnið með helstu einkenni í tækni og hreyfifærni. Kennt er hvar er hægt að finna góðar líkamlegar æfingar til að fylgja eftir þróun í sinni grein. Unnið er með SMART-kerfið til að setja sér markmið og haldið er áfram að vinna með markmiðssetningu íþróttamannsins.

Forkröfur: AÍÞR1SÆ02

Þekkingarviðmið: Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:

  • helstu einkennum þeirrar tækni sem beitt er í greininni og hvar hægt sé að fygjast með nýjungum í tækni greinarinnar
  • helstu einkennum í hreyfifærni og hvar hægt sé að finna æfingar
  • helstu einkennum þols og hvar hægt sé að finna þolæfingar sem nýtast
  • helstu einkennum styrks og hvar hægt sé að finna góðar styrktaræfinga
  • elstu einkennum liðleikaþjálfunar og hvernig liðleikaæfingar eru valdar
  • SMART-kerfinu er og hvernig það er notað við markmiðssetningu

Leikniviðmið: Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

  • greina eðlilega framþróun í tækni, geta gagnrýnt eigin tækni og greint styrkleika og veikleika sína í tækniæfingum
  • þróa hreyfifærni sína, greina hana í styrkleika og veikleika
  • bæta þolið og greina styrkleika og veikleika sína í þolforminu
  • bæta styrk sinn og greina styrkleika og veikleika sína í styrktarforminu
  • beita hentugum liðleikaæfingum
  • vinna með markmið út frá S-sértæk, M-mælanleg, A-áhersla á hegðun, R-raunhæft og T-tímasett


Hæfniviðmið: Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

  • leggja mat á eigin getu og nýtt rétta tækni
  • leggja gagnrýnið mat eigin hreyfihæfni
  • velja réttar þolæfingar og leggja gagnrýnið mat á eigið þol
  • leggja mat á eigin getu í styrk
  • greina styrkleika og veikleika sína í liðleikafærni
  • nýta SMART markmiðssetninguna, geta breytt og skipt út því sem hentar ekki