AÍÞR1ÞH02 - Afreksíþróttir - Þjálfun og hugtök

Viðfangsefni: öll helstu hugtök sem eru nýtt í hreyfifærni, líkamlegri- og tækniþjálfun

Lýsing: Áfanginn er eingöngu ætlaður nemendum á íþróttafrekssviði og er kenndur í samráði við íþróttafélag nemandans. Áfanginn er miðaður við að nemandinn geti stundað sína íþróttagrein samhliða skóla og er einstaklingsmiðaður. Í þessum áfanga er áhersla lögð á að nemandinn geti unnið með almenna þætti þjálfunar sem snýr að hreyfingu, þol, styrk, liðleika og tækni. Langtíma- skammtíma- og sérhæfð markmið eru kynnt fyrir nemandanum.

Forkröfur: AÍÞR1GL02

Þekkingarviðmið: Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:

  • helstu almennu tækniatriðum greinarinnar og hvað tækniæfingar skipta miklu máli til að ná framförum.
  • helstu hugtökum fyrir almenna hreyfingu og hvaða hreyfifærni þarf til að ná framförum
  • helstu hugtökum þolþjálfunar og hvaða þolæfingar nýtast best
  • helstu hugtökum styrktarþjálfunar og hvaða styrktaræfingar nýtast best
  • helstu hugtökum liðleikaþjálfunar og að liðleikaþjálfun sé besta forvörnin gegn meiðslum
  • muninum á langtíma-, skammtíma og sérhæfðum markmiðum

Leikniviðmið: Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

  • framkvæma tækniæfingar greinarinnar og nýta þær sem best
  • framkvæma einfaldar hreyfiæfingar og nýta þær þannig að framfarir náist
  • framkvæma þolæfingar sem henta
  • framkvæma styrktaræfingar sem henta og nýta þær
  • framkvæma liðleikaæfingar og nýta þær
  • setja sér raunhæf langtíma- skammtíma og sérhæfð markmið

Hæfniviðmið: Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

  • beita tækniæfingum á viðeigandi hátt til að styrkja sína eigin getu.
  • beita hreyfifærniæfingum á viðeigandi hátt
  • beita þolæfingum á viðeigandi hátt þannig að styrking á eigin getu náist
  • beita styrktaræfingum á viðeigandi hátt og styrkja eigin getu með styrktaræfingum fyrir miðjusvæðið, bak- og kviðvöðva
  • beita liðleikaæfingum á viðeigandi hátt
  • vinna með markmiðin sín