EÐLI3KR05 - Eðlisfræði - Kasthreyfing til rafmagnsfræði

Viðfangsefni:Kasthreyfing, þyngdarlögmál, bylgjur, sveiflur, kraftvægi, hringhreyfing, rafmagnsfræði.

Lýsing: Nauðsynlegt fyrir inntökupróf í læknisfræði og fleiri greinar. Hreyfing í tveimur víddum stöðuorka í þyngdarsviði, bylgjur og sveiflur, kraftvægi, snúningur og hverfitregða, lögmál Coulombs og Ohms. Vendikennsla, tilraunir og svigrúm til heimanáms í kennslustundum.

Forkröfur: EÐLI2HK05 og STÆR3xx05 (má vera samhliða).
 
Þekkingarviðmið: Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • Varðveislu á láréttum hraða en tímaháðri breytingu á lóðréttum hraða, reikningi á heildarhraða
  • Breytilegri stöðuorku með fjarlægð frá punktmassa og orku í óendanlegri fjarlægð frá honum
  • Bylgjuhegðun, samliðun, Dopplerhrifum, hljóðafli, skynstyrk, ljósbroti, lögmáli Snells og linsuformúlu.
  • SHM hreyfilýsingu og útleiðslu sveiflutíma massa í gormi og pendúlhreyfingu
  • Hreyfilýsingu snúnings, kraftvægi, snúningsorku, hverfitregðu og hverfiþunga.
  • Lögmáli Ohms, raforku, hliðtengingu og raðtengingu, íspennu og innra viðnámi.

Leikniviðmið: Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

  • skilja línurit sem tengja eðlisfræðifyrirbæri í mismunandi víddum og kunna að túlka yfir í línuleg tengsl.
  • Reikna breutir gervitungla og innbyrðis aðdráttarkrafta himinhnatta
  • Reikna staðsetningu bylgjuvíxlamynsturs
  • Nota hornhraða til að reikna fyrirbæri á snúningshreyfingu
  • Reikna spennu, straum, viðnám, afl og orku í rakstraumsrásum.

Hæfniviðmið: Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni til að:
  • útskýra lausnir eðlisfræðidæma fyrir bekkjarfélögum
  • framkvæma tilraunir eftir fyrirmælum og skrifa skýrslur í hópsamvinnu
  • sýna sjálfstæði og frumkvæði í vinnubrögðum og bera ábyrgð á námsframvindu sinni
  • meta hvort niðurstöður útreikninga og mælinga eru raunhæfar
  • tengja eðlisfræðina við daglegt líf og umhverfi og gera sér grein fyrir notagildi hennar