EÐLI3RS05 - Eðlisfræði - Rafmagn og segulmagn

Viðfangsefni: Hleðsla, straumur, spenna og viðnám, segulsvið, riðstraumsrásir.

Lýsing: Lögmál Gauss, rafspenna, þéttar, viðnám, rakstraumsrásir, segulsvið, span, riðstraumsrásir.

Forkröfur: EÐLI3KR05 og STÆR3MD05 (má vera samhliða).

Þekkingarviðmið: Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:

  • rafmagni; hleðslu, straumi, spennu, viðnámi, rafsviði, raforku og rafsviði
  • einangrurum, hliðtengingu og raðtengingu þétta ásamt orku, hleðslu og spennu þétta
  • rafmagni í heimilishaldi og hættum af því, hliðtengingu, raðtengingu og blöndun viðnámstenginga
  • segulkrafti, segulvægi og Hall-hrifum. Spennubreytum og virkni þeirra í raforkuflutningi
  • spanspennu og riðstraumsrásum með öllum tegundum af LCR tengingum

Leikniviðmið: Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

  • skilja línurit um samband stærða í rak- og riðstraumsrásum og kunna að túlka yfir í línuleg tengsl
  • nota fjölsviðsmæla, tengja þá inn í rásir og túlka mælisvið
  • reikna deyfingu og uppbyggingu rakspennu og rakstraums í þéttum og spólum með diffurjöfnum
  • nota lögmál Gauss, Ohms, Kirchoffs. Lorentz, Faradays og Lenz til að útskýra rafmagnsfyrirbæri
  • finna jafngildisrásir og reikna áhrif þétta, spóla og viðnáma á riðstraum

Hæfniviðmið: Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

  • útskýra lausnir eðlisfræðidæma fyrir bekkjarfélögum
  • framkvæma tilraunir eftir fyrirmælum og skrifa skýrslur í hópsamvinnu
  • sýna sjálfstæði og frumkvæði í vinnubrögðum og bera ábyrgð á námsframvindu sinni
  • meta hvort niðurstöður útreikninga og mælinga eru raunhæfar
  • tengja eðlisfræðina við daglegt líf og umhverfi og gera sér grein fyrir notagildi hennar