EFNA2AM05 - Efnafræði - Atóm, mól og efnahvörf

Viðfangsefni: atóm, frumefni, efnasambönd, efnahvörf og mólreikningar.

Lýsing: Viðfangsefni áfangans eru grunnatriði almennrar efnafræði, þar sem nemendur vinna með hugtök og þekkingu úr grunnatriðum
efnafræðinnar og samtímis eru nemendur þjálfaðir í vinnubrögðum, bæði hvað varðar verklegt og bóklegt nám. Farið verður í: Flokkun og eiginleika efna, mælingar og meðferð gagna. Byggingu atómsins, frumefni og læsi á lotukerfið. Efnasambönd, myndun þeirra og nafngiftareglur. Efnajöfnur og efnahvörf. Hugtakið mól og hlutfallareikninga efna í efnahvörfum og rafeindaskipan

Forkröfur: Nemandi hafi lokið grunnskólaprófi í stærðfræði með hæfnieinkunn B, B+ eða A eða lokið 1.þrepi í stærðfræði.

Þekkingarviðmið: Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:

  • þeim hugtökum, lögmálum og reglum sem áhersla er lögð á í áfanganum
  • byggingu atómsins og uppsetningu lotukerfisins
  • myndun sameinda- og jónefna og notkun nafnakerfisins
  • formúlum efna, efnajöfnum, og einföldum efnahvörfum
  • notkun reikniaðgerða í mólútreikningum og hlutfallareikningi
  • rafeindaskipan atóma og jóna
  • vinnubrögðum við tilraunir og framsetningu niðurstaðna

Leikniviðmið: Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

  • finna fjölda öreinda í atómi, reikna atómmassa, lesa upplýsingar úr lotukerfinu og nota þær
  • skilgreina efnatengi, setja saman formúlur efnasambanda, gefa þeim nafn og rita einföld efnahvörf
  • nota reikniaðgerðir sem tengjast mólútreikningum og hlutfallareikningi efna í efnahvörfum
  • framkvæma einfaldar tilraunir og setja fram niðurstöður þeirra á skýran hátt

Hæfniviðmið: Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

  • nota efnafræðileg gögn s.s. lotukerfi og jónatöflur við úrvinnslu verkefna
  • lesa, rita og túlka efnaformúlur og efnajöfnur
  • beita mólhugtakinu við útreikninga á magnbundnum upplýsingum
  • vinna sjálfstætt og í hópi við lausn og úrvinnslu gagna
  • rökstyðja og draga ályktanir út frá þekkingaratriðum áfangans
  • tengja þekkingaratriði áfangans við daglegt líf, umhverfi og aðrar raungreinar