EFNA3LL05 - Efnafræði - Lífræn- og lífefnafræði
Viðfangsefni: lífræn efnafræði og lífefnafræði
Lýsing: Þessi áfangi fjallar um grunnatriði í lífrænni efnafræði og lífefnafræði. Farið er í helstu þætti hvers flokks lífrænna efna svo sem helstu eiginleika, nafnakerfi, og helstu efnahvörf. Í lífefnafræðihluta áfangans er farið yfir þrjá flokka lífefna, prótein, fitur og kolvetni, Þá eru eiginleikar þeirra skoðaðir og farið yfir nafnakerfi þeirra og myndir. Lagt er upp úr sjálfstæðum vinnubrögðum í verkefnum og verklegum æfingum.
Forkröfur: EFNA 2VV05
Þekkingarviðmið: Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
- frumefninu kolefni, tengjum þess og eiginleikum
- virkum hópum og nafnakerfi þeirra
- helstu eiginleikum virkra hópa
- helstu efnahvörfum lífrænna efna
- próteinum, fitum, kolvetnum og helstu myndum þeirra og eiginleikum
- fjölliðum
Leikniviðmið: Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
- tengja virka hópa á kolefnakeðjur og geta gefið keðjunum nafn
- vita hvað ísómerur eru og geta teiknað byggingaformúlur ólíkra ísómera
- skrifa efnaformúlur fyrir helstu efnahvörf lífrænna efna
- beita reglu Markovnikovs
- finna hendnimiðjur í sameindum og vinna með hugtakið hendni
- teikna helstu lífefni svo sem hringmyndir glúkósa, fitusýrur og amínósýrur
- setja niðurstöður verklegra æfinga upp í skýrslu
- setja niðurstöður upp í gröf og töflur og setja fram skýringar á þeim
- vinna verklega æfingu á sjálfstæðan hátt, og tengja efni hennar við fræði
Hæfniviðmið: Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
- takast á við frekara nám í efnafræði og tengdum greinum á háskólastigi
- standa undir auknum kröfum um sjálfstæði í vinnubrögðum og ábyrgð á eigin námsframvindu
- nýta sér flókinn texta og gögn á markvissan hátt
- tengja saman efnisþætti efnafræðinnar við lausn flókinna verkefna
- tengja efnafræðina við daglegt líf, umhverfi og aðrar náttúrufræðigreinar og sjá notagildi hennar
- meta eigin frammistöðu og annarra á gagnrýninn hátt