EFNA3RS05 - Efnafræði - Rafefnafræði, sýrur og basar

Viðfangsefni: Sýrur og basar, varmafræði og rafefnafræði

Lýsing: Þessi áfangi fjallar um sýrur og basa, leysnimargfeldi og varmafræði og þá lykilþætti sem tengjast þeim fræðum. Þá er farið dýpra í oxunar-afoxunarhvörf og þau tengd rafefnafræði. Gerðar eru auknar kröfur um sjálfstæð vinnubrögð og frumkvæði í upplýsingaöflun, verklegum æfingum og skýrslugerð.

Forkröfur: EFNA 3GH05

Þekkingarviðmið: Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:

  • efnafræði sýra og basa og jafnvægi hjá daufum og sýrum og bösum
  • efnafræði lausna, jafnalausnum, títrunum og leysnimargfeldi
  • sjálfgegni efnahvarfa, Gibbs fríorku og tengslum hennar við jafnvægisfastann
  • oxun- afoxunarhvörfum og íspennu
  • tengsl fríorku og oxun-afoxunarhvarfa
  • rafhlöðum

Leikniviðmið: Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

  • vinna með útreikninga og hugtök tengdum sýrum og bösum
  • lesa úr sýru-basa títrunarferlum
  • reikna leysni salta út frá leysnimargfeldi og öfugt
  • nota hugtök tengd varmafræðinni, s.s. óreiða og sjálfgeng efnahvörf
  • reikna Gibbs fríorku og túlka niðurstöður tengdar henni
  • vinna með oxun-afoxunarhálfhvörf, reikna íspennu og túlka hana
  • vinna með útreikninga og hugtök tengdum rafefnafræði
  • teikna upp hálfhlöður og útskýra rafhlöður
  • framkvæma verklegar æfingar á sjálfstæðan átt og skrifa góða einstaklingsskýrslu

Hæfniviðmið: Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

  • standa undir auknum kröfum um sjálfstæði í vinnubrögðum og ábyrgð á eigin námsframvindu
  • nýta sér flókinn texta og gögn á markvissan hátt
  • tengja saman efnisþætti efnafræðinnar við lausn flókinna verkefna
  • tengja efnafræðina við daglegt líf, umhverfi og aðrar náttúrufræðigreinar og sjá notagildi hennar
  • meta eigin frammistöðu og annarra á gagnrýninn hátt