Viðfangsefni: Orðaforði, ritun, málfræði, málnotkun og lestur
Lýsing: Áfanginn byggir á orðaforða, ritun, málfræði og lestri. Unnið er út frá ákveðnum þemum og verkefnum hverju sinni. Þemu geta tengst kennslubók þeirri sem kennd er hvert sinn, eða áhugasviði nemanda. Áhersla er lögð á lestur óstyttra bóka, túlkun á bókum, kvikmyndum og öðru efni. Hlustun og munnleg færni þjálfuð. . Nemandinn þarf að ná tökum á grunnmálfræði enskunnar, sem skilgreind er í þrepi A2 – B1 til þess að geta tekist á við færni þá og þjálfun sem fer fram á stigi B2 – C1 skv. Evrópsku tungumálamöppunni í næstu áföngum á eftir, sem tilheyra 2.þrepi.
Forkröfur: Nemandinn skal hafa lokið námi í grunnskóla með einkunnina C eða C+ eða staðist áfangann ENSK1GM05
Þekkingarviðmið: Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
- grundvallarþáttum málkerfisins
- formgerð og byggingu texta
- mannlífi, menningu og siðum í viðkomandi löndum
Leikniviðmið: Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
- lesa ýmis konar texta
- nota upplýsingatækni
- beita mismunandi orðaforða
- fara eftir grundvallarreglum sem gilda um ritað mál
Hæfniviðmið: Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
- afla sér upplýsinga
- greina helstu atriði upplýsinga og hagnýta sér í námi
- lesa sér til ánægju og þroska
- fylgjast með frásögnum og erindum
- ná aðalatriðum úr fjöl- og myndmiðlum