Viðfangsefni: Bókmenntir skrifaðar á ensku á 19.og 20. öld. Þemu eftir vali kennara hverju sinni.
Lýsing: Unnið er út frá ákveðnum þemum t.d. stríði eða kúgun, kynþáttafordómum, misrétti, yfirstéttarhegðun, mismunun eftir þjóðfélagsstétt, kvennabókmenntum ásamt fleiru sem áhugavert þykir. Áfanginn er kenndur í formi yndislestrar og byggir að mestu á bókmenntum 19. og 20. aldar, hvort heldur sem er um kvikmyndir eða bókalestur að ræða, jafnvel smásögur. Við val á efni er jafnvel stuðst við þær bókmenntir sem Bretar og Bandaríkjamenn skylda sína nemendur til að lesa í skóla. Nemendur fá þannig innsýn inn í heimsbókmenntir, eða amk. bókmenntir stórra enskumælandi málsvæða. Vinnubækur, kjörbækur, kynningar og umræður ásamt hefðbundnum ritgerðum. Hópvinna og einstaklingsvinna. Samfélagsmynd tímabilsins skoðuð í tengslum við efnið.
Áfanginn er á stigi C1-2 skv. Evrópsku tungumálamöppunni.
Forkröfur: ENSK2SO05
Þekkingarviðmið: Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
- mismun innan menningarsvæða, út frá félagslegum þáttum sem og samfélagi fyrri tíma miðað við daginn í dag
- menningarlegum mismun milli Bandaríkjanna og Bretlands á 19. og 20.öld
- enskri tungu og þróun hennar innan ólíkra samfélaga og landa
- helstu hugtökum í bókmenntafræði
- ólíkum viðhorfum og samfélagsgildum fyrri alda og hvernig þau hafa breyst í tímans rás
Leikniviðmið: Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
- lesa sér til fræðslu og ánægju texta sem gera miklar kröfur til lesandans, ýmist hvað varðar orðaforða og uppbyggingu eða myndmál og stílbrögð í klassískum bókmenntaverkum
- beita tungumálinu af lipurð og geta notað orðaforða sem er viðeigandi í hvert sinn
- greina mismunandi málsnið og stíl í rituðu máli, og gera sér grein fyrir undirliggjandi merkingu
- greina sögulegt, félagslegt, menningarlegt eða pólitískt samhengi í bókmenntatextum
Hæfniviðmið: Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
- leggja gagnrýnið mat á texta og listrænt gildi hans
- átta sig á gagnrýni og túlkun höfunda bóka eða kvikmynda
- geti flutt vel uppbyggða frásögn, kynningu eða greinargerð, dregið fram aðalatriði og rökstutt mál sitt nokkuð nákvæmlega með dæmum og brugðist við fyrirspurnum
- geti skrifað texta með röksemdafærslu og tilvísunum þar sem rök koma fram með og á móti og þau vegin og metin
- geta túlkað út frá menningarlegu sjónarhorni gagnrýni á þjóðfélög og umræðu þá sem fer fram í hverju verkefni fyrir sig
- nýta sér fyrirlestra, umræður og rökræður um efni menningarlegs eðlis
- átta sig á mismunandi málsniði og stíl í töluðu máli og undirliggjandi merkingu, viðhorfum og tilgangi þess sem talar