ENSK3MA05 - Enska - Menning og alþjóðasamskipti

Viðfangsefni: Bretland, Bandaríkin og notkun enskrar tungu í alþjóðlegum samskiptum.

Lýsing: Farið er yfir stöðu enskrar tungu í alþjóðlegu samhengi. Menning og samfélag Bretlands og Bandaríkjanna skoðuð og farið yfir helstu þætti sem hafa haft mótandi áhrif á félagsgerð, stjórnmál og tungumálið. Fjallað er um notkun málsins út frá stjórnmálalegum og þjóðfélagslegum viðfangsefnum. Unnið verður með texta úr kennslubókum sem og af netmiðlum ásamt öðru efni. Nemendur halda utan um vinnu sína með verkefnamöppu og vinna verkefni á einstaklingsgrundvelli sem og í hópum. Í lok áfangans verður unnin heimildarritgerð um valið efni sem tengist umfjöllunarefni áfangans. Áfanginn á að undirbúa nemendur fyrir nám á stigi C2 skv. Evrópsku tungumálamöppunni.

Forkröfur: ENSK2SO05

Þekkingarviðmið: Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:

  • stöðu enskrar tungu í alþjóðlegu samhengi
  • notkun tungumálsins út frá stjórnmálalegum og þjóðfélagslegum viðfangsefnum
  • ólíkum viðhorfum og gildum sem móta menningu og samfélag í Bretlandi og Bandaríkjunum

Leikniviðmið: Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

  • skilja sérhæfða texta um þjóðfélagsmál, stjórnmál og alþjóðleg samskipti
  • vinna sjálfstætt að verkefnum bæði á einstaklingsgrundvelli og í hópum
  • tjá sig um málefni sem nemendur hafa kynnt sér og undirbúið
  • beita ritmáli í fræðilegum tilgangi m.a. með ritun heimildarritgerðar

Hæfniviðmið: Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

  • skilja umfjöllun um fræðileg efni á því sviði sem fjallað er um í áfanganum
  • greina sögulegt, félagslegt, menningarlegt og pólitískt samhengi í texta
  • hagnýta sér fræðitexta og meta heimildir á gagnrýnan hátt
  • beita málinu til að geta tekið þátt í umræðum um þjóðfélagsmál og alþjóðasamskipti
  • geta flutt vel uppbyggða kynningu eða greinargerð, dregið fram aðalatriði og rökstutt mál sitt
  • vinna úr upplýsingaveitum og geta nýtt sér það í verkefnum og ritgerðaskrifum
  • beita rithefðum sem eiga við í textasmíð, m.a. heimildaritgerð