Viðfangsefni: Tungumál og viðskipti
Lýsing: Áfanginn byggir á orðaforða, ritun, málfræði og lestri. Unnið er út frá ákveðnum þemum og verkefnum. Áhersla er á að nemandinn nái tökum á grunnmálfræði sem skilgreind er í þrepi C1 skv. Evrópsku tungumálamöppunni. Áfanginn á að undirbúa nemendur fyrir nám á stigi C2 skv. Evrópsku tungumálamöppunni. Fjallað er um tungumál viðskipta (Company structures, recruitment, mangagement styles, advertising, marketing, franchising, business world, business and the environment, retailing, banking, the stock exchange, corporate alliances and acquisitions, the small business, international trade, insurance, corporate identity, etc…).
Forkröfur: ENSK2SO05
Þekkingarviðmið: Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
- tungumáli viðskipta, s.s. orðalag og hefðir í viðskiptabréfum
- orðaforða alþjóðlegra viðskipta
- hefðum sem eiga við um talað og ritað mál í samhengi viðskipta
Leikniviðmið: Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
- notkun tungumálsins í viðskiptaumhverfi
- beita ritmálinu í mismunandi tilgangi, fræðilegum og persónulegum
- tjá sig af öryggi um viðskiptatengd málefni
- beita ensku ritmáli í viðskiptalegum tilgangi
Hæfniviðmið: Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
- leggja gagnrýnið mat á texta sem er viðskiptafræðilegur
- hagnýta sér fræðitexta og meta upplýsingar á gagnrýnin hátt
- beita málinu án meiriháttar vandkvæða til að geta tekið fullan þátt í umræðum og rökræðum þar sem fjallað er um viðskiptatengd efni
- átti sig á að að er mismunandi menning í þeim löndum sem við eigum viðskipti við og það hefur áhrif á notkun tungumálsins