FÉLF1FE03 (ST) - Félagsfærni - Félagsfærni einstaklinga

Viðfangsefni: Félagsfærni einstaklinga.

Lýsing: Megináhersla er á að efla almenna félagsfærni í skólasamfélaginu og að styrkja nemandann sem einstakling og nemanda. Jafnframt er lögð áhersla á að efla sjálfsþekkingu, sjálfstraust og sjálfsvirðingu nemandans. Áfanginn er einstaklingsmiðaður og séráherslur því mismunandi eftir hverjum og einum

Forkröfur: Engar

Þekkingarviðmið: Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:

  • eigin styrkleikum, hegðun og framkomu
  • eigin tilfinningum, líðan og gengi
  • eigin færni og verklagi

Leikniviðmið: Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

  • tjá sig um eigin líðan
  • eiga í samskiptum við aðra
  • fara eftir almennum samskiptareglum
  • meta eigin framgang

Hæfniviðmið: Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

  • nýta eigin styrkleika og færni í daglegu lífi og í samskiptum almennt
  • styrkja eigin sjálfsmynd og taka ábyrgð á eigin líðan
  • bæta eigin vinnubrögð og samstarf við aðra