FÉLF1FH03 (ST) - Félagsfærni - Félagsfærni hópa

Viðfangsefni: Félagsfærni hópa.

Lýsing: Í áfanganum er lagt upp með að nemendur eigi notalega stund í skólanum í samveru og samvinnu við aðra með spjalli og ýmis konar handverki. Áhersla er lögð á að efla félagsfærni og samvinnu innan hópsins. Nemendur fá þjálfun í að tjá hugsanir sínar, skoðanir, tilfinningar og fá viðbrögð frá jafningjum. Kurteisi og gagnkvæm virðing eru höfð að leiðarljósi í umræðum á jafningjagrundvelli.

Forkröfur: Engar

Þekkingarviðmið: Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:

  • mikilvægi þess að tjá sig og hlusta á mismunandi sjónarmið
  • að eigin hegðun og framkoma hefur áhrif á aðra
  • mikilvægi þess að vera kurteis og sýna virðingu
  • mikilvægi tengsla á jafningjagrundvelli

Leikniviðmið: Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

  • skiptast á upplýsingum og skoðunum í samskiptum við aðra
  • tjá sig á uppbyggilegan hátt
  • gera sér grein fyrir að eigin framkoma hefur áhrif á aðra í félagslegum samskiptum
  • virða og taka tillit til annarra
  • nota hvatningu og hrós

Hæfniviðmið: Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

  • efla félegsleg tengsl sín
  • tjá líðan sína, viðhorf og hugmyndir
  • hlusta á sjónarmið annarra
  • getað nýtt sér ráðleggingar jafningja