FJÁR2FH05 - Fjármálalæsi - Fjármálalæsi og heimilisbókhald

Viðfangsefni: Heimilisbókhald, vinnumarkaður, útgjöld, tekjur, lán, sparnaður.

Lýsing: Farið er yfir helstu grunnþætti í fjármálum sem snerta alla einstaklinga í íslensku þjóðfélagi. Markmiðið er að gera nemendur kleift að taka upplýstar ákvarðanir í eigin fjármálum sem byggja á staðreyndum, svo að þau verði sjálfbjarga í raunverulegum aðstæðum.

Forkröfur: Nemandi hafi lokið grunnskólaprófi í stærðfræði með hæfnieinkunn B, B+ eða A eða lokið 1. þrepi í stærðfræði.

Þekkingarviðmið: Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:

  • helstu réttindum og skyldum launþega og verktaka
  • almennum sparnaði, lífeyrisréttindum og viðbótarlífeyrissparnaði
  • ýmsum skattgreiðslum og skatttekjum og útgjöldum hins opinbera
  • hvað kostar að vera unglingur í dag, reka bíl og hvað þarf að huga að við kaup á eignum
  • gengi gjaldmiðla, verðbólgu og hvernig verðbólga myndast og er mæld

Leikniviðmið: Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

  • skrifa atvinnuumsókn og ferilskrá
  • reikna álagningu, virðisaukaskatt og afslætti á vörum, afborganir, nafnvexti, raunvexti og verðbætur af lánum og gengismun erlendra gjaldmiðla
  • færa heimilisbókhald
  • setja upp launaseðil og gera útreikninga þar að lútandi, svo sem lífeyrissjóð og staðgreiðslu skatta

Hæfniviðmið: Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

  • geta lesið, greint, stjórnað og fjallað um fjárhagslega þætti sem hafa áhrif á efnahagslega velferð einstaklinga
  • setja sér markmið í fjármálum og skoða hvernig tekst að ná þeim
  • afla sér frekari þekkingar um fjármál og geta nýtt sér upplýsingatækni og netið við öflun upplýsinga og lausn verkefna sem tengjast fjármálaviðfangsefnum
  • til að hafa yfirsýn og stjórn á daglegum fjármálum með einfaldri áætlanagerð
Til baka