FJÁR3ÁV05 - Fjármálalæsi - Ávöxtunarkrafa og verðbréf

Viðfangsefni: Ávöxtunarkrafa, núvirði, skuldabréf, hlutabréf.

Lýsing: Áfanginn er í beinu framhaldi af FJÁR2FH05, fjármálalæsi. Áhersla er lögð á stærðfræðilega nálgun og þjálfun í útreikningum þar sem telja má að kunnáttan hafi almennt hagnýtt gildi. Fjallað er um markað fyrir helstu tegundir verðbréfa og meginatriði sem varða mat á fjárfestingavalkostum. Markmiðið er að gera nemendur kleift að taka upplýstar ákvarðanir í eigin fjármálum sem byggja á staðreyndum svo að þau verði sjálfbjarga í raunverulegum aðstæðum.

Forkröfur: FJÁR2FH05 og STÆR2AF05

Þekkingarviðmið: Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:

  • skuldabréfum og hlutabréfum
  • núvirði og framtíðarvirði
  • helstu vaxtahugtökum
  • muninum á nafnávöxtun og raunávöxtun
  • helstu kennitölur ársreikninga og hlutabréfa og vísitölur hlutabréfa

Leikniviðmið: Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

  • reikna vaxtaupphæð, framtíðarvirði höfuðstóls, núvirði höfuðstóls, vaxtaprósentu í einföldum og samsettum vaxtareikningi
  • reikna kaupverð, gengi, afföll og yfirverð skuldabréfa og reikna virði verðtryggðra og óverðtryggðra skuldabréfa og greiðslur tengdar þeim hvort sem þau eru með jöfnum afborgunum eða jöfnum greiðslum
  • reikna kennitölur úr ársreikningum fyrirtækja og kennitölur hlutabréfa
  • reikna greiðslur, núvirði, framtíðarvirði og innri vexti greiðsluraðar
  • reikna með aðstoð núvirðisreikninga hver er hagkvæmasti fjárfestingarvalkosturinn

Hæfniviðmið: Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

  • lesa, greina og stjórna fjármálum sínum
  • leggja raunhæft mat á mismunandi fjárfestinga- og/eða lánatilboða sem hann kann að standa frammi fyrir
  • nota netið sér til öflunar fjármálalegra upplýsinga