- Skólinn
- Námið
- Þjónusta
- Starfsfólk
- Skólaskjár
- Enska
- Leiðbeiningar
- Spurt og svarað
Viðfangsefni: Framkvæmd skattframtals fyrir einstaklinga og einstaklinga með rekstur.
Lýsing: Á námskeiðinu er kynnt hvernig framkvæma á skattframtal fyrir einstaklinga og einstaklinga með rekstur á vef skattsins rsk.is. Hvaða helstu reglur gilda um framkvæmd skattframtals við framtalsskil. Farið verður yfir allar helstu reglur er varða tekjur og frádrætti frá þeim, útreikning vaxtabóta og barnabóta, Skattalegt heimilsfesti og ívílnanir, kaup og sala verbréfa og fasteigna. Ökutækjastyrkur og dagpeningar og frádráttur frá þeim. Hvaða munur er á einstaklingum og hjónum við útreikning skatta og bóta. Útreikningur á virðisaukaskatti og tryggingagjaldi í rekstri ásamt rekstrarskýrslu. Að námskeiði loknu er gert ráð fyrir að námsmaður geti framkvæmt flókið framtal fyrir einstaklinga og einstaklinga með rekstur og kært skattaákvörðun ef hún er röng.
Forkröfur: BÓKF2DR05, FJÁR2FH05 og STÆR2AF05
Þekkingarviðmið: Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
· Umhverfi rsk.is.
· Helstu vinnureglum sem gilda við gerð skattframtals.
· Helstu atriðum skattalaga á Íslandi.
Leikniviðmið: Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
· Framkvæma flókið skattframtal einstaklinga.
· Framkvæma framtal fyrir einfaldan rekstur hjá einstaklingi.
· Reikna út helstu bætur og ívilnanir.
Hæfniviðmið: Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
· Framkvæma sitt eigið framtal og flestra einstaklinga.
· Beita þekkingu sinni til að lágmarka skattskil með hliðsjón að því sem leyfilegt er og innan helstu laga sem gilda um skattskil.
· Starfa við framtalagerð hjá endurskoðendum og bókhaldsfyrirtækjum.