FJÖL2FM05 - Fjölmiðlafræði - Fjölmiðlar og menning

Viðfangsefni: Fjölmiðlar og samfélag

Lýsing: Í áfanganum er fjallað um þróun og eðli ólíkrar miðlunar, t.d. ljósvakamiðla, prentmiðla og netið (ekki síst samfélagsmiðla). Velt er upp spurningum um vald og margvísleg áhrif fjölmiðla á stöðu einstaklinga og samfélaga. Kannað er hvort eignarhald og forræði getur haft áhrif á umfjöllun og fréttamat fjölmiðla. Greint er á milli upplýsinga- og afþreyingarhlutverks fjölmiðla og fjölbreytilegt efni skoðað í því samhengi. Lögð er áhersla á virkni nemenda þar sem nemendur greina og meta fjölmiðla. Auk þess sem nemendur fá grunnþjálfum í að skapa eigið fjölmiðlaefni.

Forkröfur: Engar

Þekkingarviðmið: Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:

  • sögu og þróun ólíkra fjölmiðla
  • starfi og vinnuaðferðum fjölmiðlafólks
  • mögulegum áhrifum fjölmiðla á viðmið og gildi
  • lögum og siðareglum um fjölmiðla
  • úrvinnslu fréttaefnis

Leikniviðmið: Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

  • afla og vinna úr upplýsingum um fjölmiðla
  • meta hlutlægni og hlutdrægni í fjölmiðlum
  • tengja fræðilega umræðu um fjölmiðla við samfélagið
  • vega og meta ólíkar hugmyndir og kenningar um inntak og áhrif fjölmiðla

Hæfniviðmið: Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

  • leggja gagnrýnið mat á fjölmiðlaefni
  • skapa sitt eigið fjölmiðlaefni
  • taka þátt í umræðum um fjölmiðlaheiminn með því að beita rökstuðningi
  • meta eigin frammistöðu og annarra með gagnrýnum hætti