FLUG2FF05 - Flug - Grunnatriði í flugfræðum og störfum

Viðfangsefni: Öðlast grunnskilning og þekkingu á ólíkum störfum, verkferlum, loftförum og öðrum þáttum er viðkoma heimi flugsins.

Lýsing: Í áfanganum verður farið yfir flest það sem viðkemur flugi og flugþjónustu í víðum skilningi.

Forkröfur: Engar

Þekkingarviðmið: Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:

  • Grundvallarhugtökum áfangans
  • Ólíkum starfsgreinum innan fluggeirans
  • Loftförum, flugeðlisfræði og siglingafræði
  • Flugsögu
  • Störfum og þeim ólíku- og mikilvægu hlutverkum sem þau kunna að gegna innan greinarinnar
Leikniviðmið: Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
 
  • Greiningu verkferla og mikilvægi þeirra á hinar ólíku starfsstéttir
  • Greiningu veðurfars
  • Skilja mikilvægi sam- og hópavinnu til þess að ljúka markmiði “Crew resource management”
  • Nota tól áfangans sem nýtast geta í hinu daglega lífi en eins fyrir þá sem ætla sér lengra innan
    fluggeirans

Hæfniviðmið: Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • Nýta sem undirbúning fyrir nám innan fluggeirans
  • Temja sér öguð og hnitmiðuð vinnubrögð í leik og starfi
  • Vinna betur sem hluti af heild
  • Miðla þekkingu áfram bæði munnlega og skriflega
  • Greina mikilvægi ólíkra starfa og geta skilað greiningu um hlutverk þeirra í stóra menginu