FORR1VF05 - Forritun - Vefforritun I

Nemendur læra grunnatriði í vefsíðugerð. Farið yfir sögu vefsíðna og breytingar í gegnum árin. HTML og CSS í fyrirrúmi þar sem æfingar byggjast ofan á hvor annarri. Nemendur læra hvar og hvernig er best að finna sér upplýsingar og útskýringar á HTML og CSS ásamt almennu upplýsingalæsi. Nemendur kynnast ritlum og hjálpartólum í kringum þá og góðar venjur fyrir fallegan kóða. Mögulega verðu javascript kynnt lítilega.

Eftir áfangann hafa nemendur kunnáttu í:

  • Nemendur hafa öðlast þekkingu til að búa til einfaldar vefsíður/vefsíðubúta með HTML og CSS.
  • Kunna að nota ritla og hjálpartól í kringum þá.
  • upplýsingalæsi
  • Setja upp skiljanlegan kóða og góðar venjur.
  • Sjálfstæð vinnubrögð.