HEIM2UÓ05 - Heimspeki - Upphaf til óendanleika
Viðfangsefni: Saga heimspekinnar
Lýsing: Áfanginn er inngangsáfangi um sögu heimspekinnar. Farið er vítt og breytt yfir sögu heimspekinnar frá Þales til nútímans. Nokkrar af helstu kenningu heimspekinnar verða reifaðar og rannsakaðar
Forkröfur: Engar
Þekkingarviðmið: Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
- sögu og þróun heimspekinnar í stórum dráttum
- nokkrum af mikilvægustu heimspekingum sögunnar og kenningum þeirra
- helstu viðfangsefnum heimspekinnar
- mismunandi aðferðum heimspekinnar og ólíkum nálgunum hugsuða á viðfangsefni sín
Leikniviðmið: Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
- lesa heimspekilegan texta
- tileinka sér aðferðafræði heimspekinnar
- beita gagnrýnni hugsun á viðfangsefni heimspekinnar
Hæfniviðmið: Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
- bera saman ólíkar heimspekikenningar
- rýna í texta og myndir á gagnrýninn hátt
- vinna í samstarfi með ólíkar heimildir og komist að sameiginlegri niðurstöðu
- beita vinnubrögðum heimspekinnar til þess að vinna úr heimildum og setja fram á skilmerkilegan hátt í máli og myndum