HLSE1JN02 - Heilsuefling - Jóga og jóga nidra

Viðfangsefni: Jóga og jóga nidra

Lýsing: Í fyrri tíma vikunnar verður tekin fyrir kraftyogasería Barons Babtiste sem heitir Journey into Power. Þar er áherslan á yogastöður, athyglisþjálfun og sjálfsskoðun. Við förum vel í yogastöðurnar og það verður góð slökun í lokin. Þetta er ótrúlega góð yogasería fyrir alla og sérstaklega íþróttafólk.

Í seinni tíma vikunnar verður farið í Yoga Nidra. Yoga Nidra er mjög árangursrík aðferð til að takast á við streitu, kvíða, svefnleysi, álag og margt fleira. Yoga Nidra er blanda af djúpslökun og núvitund og það eina sem þarf að gera er að liggja kyrr og hlusta.

Forkröfur: Að nemandi hafi lokið 90 einingum

Þekkingarviðmið: Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:

  • helstu þáttum jógaiðkunar
  • sögu og uppruna jógaiðkunar
  • hugleiðslu
  • öndunar-, styrktar-, slökunar- og jafnvægisæfingum
  • hvað felst í líkamsvitund
  • áhrifum líkams- og heilsuræktar fyrir andlega og líkamlega vellíðan
  • hugsanlegum ávinningi þess að stunda jóga

Leikniviðmið: Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

  • framkvæma jógastöður
  • tengja jógastöður í huga og líkama
  • nota eigin andadrátt til slökunar
  • þekkja og meta eigin getu og takmarkanir

Hæfniviðmið: Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að

  • átta sig á mikilvægi hreyfingar fyrir andlega og líkamlega líðan
  • bæta heilsufar sitt
  • bæta sjálfstraust sitt
  • fá andlega og líkamlega útrás
  • nýta sér jóga til heilsubótar í daglegu lífi
  • efla með sér meðvitund um augnablikið
  • skapa jafnvægi í likama, tilfinningum og huga