ÍSAN1BT05 - Íslenska - Íslenska sem annað tungumál II

Áfangalýsing:

Íslenska sem annað tungumál. Nemendur er sitja þennan áfanga eru að læra íslensku frá grunni en hafa þó setið grunnáfanga í ÍSAN á haustönn. Nemendur hafa ekki búið í íslensku málumhverfi nema í stuttan tíma. Oftar en ekki eru allir nemendur áfangans skiptinemar sem að dvelja inni á heimilum þar sem töluð er íslenska. Hér er lögð megináhersla á að nemendur treysti kunnáttu sína í íslensku máli, og geti undir lok áfangans ritað mjög einfaldan texta á íslensku. Nemendur fá þjálfun í tjáningu og málnotkun.

 

Þekkingarviðmið: Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:

  • Algengustu orðflokkum (geta flokkað í nafnorð, lýsingarorð, sagnorð og persónufornöfn)
  • Orðaforða sem tíðkast í daglegu lífi og athöfnum
  • Yfirhugtökum, andheitum og samheitum

Leikniviðmið: Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

  • Lesa einfaldan texta með réttum framburði, áherslum og hrynjanda
  • Greina lykilatriði og innihald í stuttum texta
  • Beita einföldum málfræðireglum í töluðu og rituðu máli

 

Hæfniviðmið: Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

  • Tjá sig á einfaldri íslensku
  • Nota íslenskt mál í námi og verkefnum
  • Fara eftir munnlegum og skriflegum leiðbeiningum