ÍSLE1UB05 - Íslenska - Undirbúningsáfangi

Viðfangsefni: Málþekking og stafsetning

Lýsing: Í þessum foráfanga er áhersla lögð á að nemandi öðlist færni í þeim málfræði-, stafsetninga-, og ritunarþáttum sem gerð er krafa um við lok grunnskóla og að nemendur fái þjálfun í að beita fræðilegum hugtökum við lestur og úrvinnslu bókmenntatexta.

Markmið: Þekking, leikni, hæfni:

Þekkingarviðmið: Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:

  • helstu undirstöðuatriðum í stafsetningu (viðmið lok 10. bekkjar)
  • helstu undirstöðuatriðum í málfræði (viðmið lok 10. bekkjar)
  • helstu undirstöðuatriðum í ritun lengri texta (viðmið lok 10. bekkjar)

Leikniviðmið: Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

  • flytja mál sitt skýrt og áheyrilega og geta tileinkað sér viðeigandi talhraða og fas
  • geta gert sér grein fyrir eðli góðrar framsagnar og framburðar
  • hlusta, taka eftir og nýta sér upplýsingar í töluðu máli til fróðleiks og skemmtunar
  • fletta upp í handbókum, orðasöfnum og rafrænum orðabönkum
  • greina aðalatriði í lesnum texta

Hæfniviðmið: Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

  • átta sig á beygingarlegum og merkingalegum einkennum orðflokka
  • geta gert sér grein fyrir hlutverki orðflokka í texta
  • semja stutta texta af ýmsu tagi með viðeigandi málfari

Vinnuaðferðir:

Auk lesturs og yfirferðar á námsefni verða margs konar hóp- og einstaklingsverkefni unnin. Einnig verður unnið með efni kvikmynda.