ÍSLE2BM05 - Íslenska - Bókmenntir og málsaga
Viðfangsefni: Snorra-Edda, Íslendingaþættir, smásögur, málsaga, lestur, ritgerð, bókmenntafræði
Lýsing: Í áfanganum verður lögð áhersla á lestur, hvort sem um ræðir fornan eða nútímalegan texta. Fjallað verður um sögu íslensks máls og helstu breytingar á því í gegnum aldirnar. Helstu hugtök í bókmenntafræði verða kennd og nemendur beita þeim við lestur. Helstu hugtökum í ritgerðarsmíð verða gerð skil og þeim beitt í ritun
Forkröfur: ÍSLE2HU05
Þekkingarviðmið: Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
- íslenskri málsögu frá upphafi fram á okkar daga
- bókmenntatextum frá ólíkum tímum, m.a. Snorra-Eddu, Íslendingaþáttum o.fl.
- helstu hugtökum í ritgerðarsmíð
- helstu atriðum sem varða munnlega tjáningu og því að vera virkur í umræðum
Leikniviðmið: Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
- skilja mismunandi einkenni ólíkra tungumála og ritkerfa í heiminum og þróun orðaforðans
- gera grein fyrir upphafi tungumálsins og helstu breytingum sem orðið hafa á íslensku
- lesa fornan texta t.d. Snorra-Eddu og Íslendingaþætti
- lesa mismunandi nytjatexta og greina þá
- rita rökfærsluritgerðir þar sem hann beitir gagnrýninni hugsun og kemur skoðunum sínum á framfæri á skýran og greinargóðan hátt
- tjá sig munnlega og setja fram texta á skilmerkilegan hátt
Hæfniviðmið: Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
- sýna skilning á ýmis konar fornum texta og orðaforða hans
- geta útskýrt og miðlað, munnlega og skriflega, þekkingu sinni á norrænni goðafræði
- afla sér heimilda á sjálfstæðan hátt og nýta þær í ritun heimildaritgerðar
- miðla hugmyndum sínum um gildi textanna og aðalatriði þeirra