ÍSLE3FÍ05 - Íslenska - Ferðast um Ísland

Viðfangsefni: Þessi áfangi býður upp á nám sem er þverfaglegt. Megináhersla er lögð á vinæla ferðamannastaði á Íslandi. Inn í námið fléttast umfjöllun um náttúru Íslands, sögu, og almennar upplýsingar sem nýtast ferðamönnum sem heimsækja landið.

Lýsing: Lesnir verða fjölbreyttir textar frá ýmsum tímum sem lúta að ofantöldum atriðum er varða Ísland. Fjallað verður um skáldskap en jafnframt kannað margvíslegt efni sem tengist þjóðtrú og þjóðháttum og enn fremur textar um tengsl manna við umhverfi sitt, s.s. rit um náttúruna, landshluta- og leiðarlýsingar o.fl.

Forkröfur: ÍSLE2MB05

Þekkingarviðmið: Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:

  • vinna með texta af ýmsu tagi sem tengjast íslenskum bókmenntum, sögu, tónlist, líffræði, jarðfræði, náttúru, atvinnuháttum ferðamannastöðum og fleira.

Leikniviðmið: Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

  • lesa sér til gagns texta frá ýmsum tímabilum í Íslandssögunni
  • rýna í ýmis konar texta og koma því frá sér á skýran hátt í ræðu og riti
  • sýna sjálfstæð vinnubrögð við úrvinnslu verkefna
  • vera fær um að miðla þekkingu sinni með kynningum, eða öðrum tjáningarformum á skriflegan og munnlegan hátt
  • skrifa texta þar sem hann beitir gagnrýninni hugsun við úrvinnslu og kemur efninu á framfæri á skýran og greinargóðan hátt
  • afla sér heimilda og meta gildi þeirra
  • nýta sköpunargáfu við úrvinnslu verkefna

Hæfniviðmið: Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

  • skrifa skýran og vel uppbyggðan texta
  • tjá rökstudda afstöðu við ýmsar kringumstæður, t,d. hvað varðar umhverfisvernd í náttúru Íslands
  • skilja menningu okkar og gera grein fyrir hvað hún hefur upp á að bjóða í dag
  • draga saman aðalatriði frá aukaatriðum í útskýringum fyrir ferðamenn, úrvinnslu texta og átta sig á hvað ferðamannalandið Ísland er
  • setja fram kynningar á efni á skilmerkilegan hátt