ÍSLE3RS05 - Íslenska - Skapandi skrif

Lýsing: Áfanginn snýst um að virkja sköpun í ritun. Það verður gert með því að vinna að ýmsum ólíkum verkefnum, svo sem: örsögum, smásögum, ljóðum, lagatextum, blaðagreinum og stærra verki. Kennari aðstoðar við hugmyndavinnuna með kveikjum og þematengdum efnum en hver nemandi fær þó tækifæri til að þróa áfram sinn persónulega stíl. Nemandi fær aðstoð frá kennara og samnemendum (í litlum hópum) til að betrumbæta og fullvinna textana sína.

Markmið (þekking, leikni, hæfni)

Þekkingarviðmið: Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:

  • mismunandi tegundum ritsmíða
  • hlutverki höfundar og ritstjóra í ritverkum
  • hvernig má ná fram ólíkum stíleinkennum í texta

 

Leikniviðmið: Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

  • veita uppbyggilega gagnrýni og vinna úr slíkri gagnrýni á eigin textum
  • semja og rita texta á ólíkum formum
  • helstu bókmenntahugtökum er eiga við textarýni
  • virkja sköpun og bregðast við ritstíflu
  • velja það málsnið sem hentar best hverju sinni

 

Hæfniviðmið: Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

  • geta skrifað bæði stutt og lengri verk
  • geta miðlað hugmyndum sínum munnlega og skriflega
  • geta af öryggi lesið upp verk eftir sjálfan sig
  • greina og upplifa ólík hughrif í skáldskap

 

Vinnulag: Fyrirlestrar, kveikjur, umræður, skapandi verkefni

 

Námsmat: Lengra ritverk 50% ýmis smærri ritverk 50%