ÍÞRM1MM02 - Íþróttameiðsl - Íþróttameiðsl og meðferð við þeim

Viðfangsefni: Íþróttameiðsl og meðferð við þeim.

Lýsing: Í áfanganum er nemendum gefin innsýn í hvað felst í hugtakinu íþróttameiðsli og þekking þeirra aukin svo þeir geti hugað sem best að líkamlegri heilsu sinni og reyna þannig að draga úr líkum á lenda í meiðslum í íþrótt sinni. Farið verður í helstu flokka bráðra meiðsla og álagsmeiðsla. Algengi helstu meiðsla eftir íþróttagreinum, helstu áhættuþætti og forvarnir. Farið verður í fyrstu viðbrögð/meðferð við íþróttameiðslum.

Forkröfur: Engar

Þekkingarviðmið: Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:

  • bráðum íþróttameiðslum og álagsmeiðslum
  • algengi meiðsla eftir íþróttagreinum
  • mismunandi meiðsl eftir líkamssvæðum
  • helstu áhættuþáttum sem tengjast og valda bráðum meiðslum og álagsmeiðslum
  • fyrstu viðbrögðum við bráðum meiðslum og einkennum álagsmeiðsla
  • helstu meðferðum við bráðum meiðslum og álagsmeiðslum
  • helstu forvörnum sem beita má gegn mögulegum íþróttameiðslum, m.a. æfingum sem styrkja svæði sem eiga á hættu að skaðast

Leikniviðmið: Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

  • greina einkenni helstu flokka bráðameiðsla, s.s. brota og vöðva- og liðbandaáverka
  • greina einkenni helstu gerða álagsmeiðsla
  • bregðast rétt við bráðameiðslum, út frá PRICE-aðferðafræðinni

Hæfniviðmið: Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

  • fjalla um íþróttameiðsl á breiðum grundvelli, orsakir, forvarnir og meðferð
  • gera sér grein fyrir mikilvægi forvarna, réttra æfinga, rétts stíganda ofl. í íþróttaiðkun
  • sýna frumkvæði og grípa inn í aðstæður þar sem íþróttamaður slasast
  • vera meðvitaður um áhættu við íþróttaiðkun og hvernig lágmarka má hana