Viðfangsefni: Náttúruhamfarir
Lýsing: Áfanginn er framhaldsáfangi fyrir raunvísindabraut. Fjallað verður um helstu náttúruvá á jörðinni svo sem jarðskjálfta, flóðbylgjur, eldgos, gjóskuflóð, jökulhlaup, skriður, aurflóð, snjóflóð, djúpar lægðir, fellibyli, skýstróka, sjávarflóð, flóð á landi, þurrka, gróðurelda, loftslagsbreytingar og manngerða vá. Skoðuð verða áhrif náttúruvá og náttúruhamfara á samfélög og náttúru og helstu leiðir til að minnka áhættuna af þeim. Megináhersla er á verkefnavinnu nemenda og að þeir nýti sér sem fjölbreyttastar aðferðir við framsetningu verkefna. Lögð er áhersla á sjálfstæð vinnubrögð og að nemendur tengi þekkingu sína við umhverfið. Nemendur leiti sér heimilda og vinni með þær á gagnrýnin og ábyrgan hátt.
Forkröfur: JARÐ2IÖ05
Þekkingarviðmið: Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
- Muninum á hættu og áhættu.
- Þeim forboðum sem fylgja hverri tegund náttúruvá.
- Helstu afleiðingum náttúruvá og viðbrögðum við náttúruhamförum
- Hvaða ferli geta leitt til náttúruhamfara.
Leikniviðmið: Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
- Nýta sér fjölbreytilegar heimildir til upplýsingaöflunar.
- Lesa fræðilegan texta á íslensku og ensku um náttúruvá og náttúruhamfarir.
- Vinna úr heimildum, meta gæði þeirra og vitna í þær samkvæmt viðurkenndum reglum um meðferð þeirra.
Hæfniviðmið: Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
- Beita viðeigandi aðferðum við útfærslu verkefnis.
- Nýta fyrri reynslu, þekkingu og skilning við úrlausn nýrra viðfangsefna.
- Skilja mikilvægi þess að sýna umhverfi sínu og náttúru virðingu.
- Nýta gagnrýna hugsun og sjálfstæð vinnubrögð við lausn verkefna
- Tjá sig á skýran, ábyrgan, gagnrýninn og skapandi hátt um eigið verkefni
- Skilja samspil mannsins og náttúruhamfara