KYNJ2KJ05 - Kynjafræði - Kynjafræði

Viðfangsefni: Kynja- og jafnréttisfræðsla

Lýsing: Kynja- og jafnréttisfræðsla, saga jafnréttisbaráttunnar og fleira. Birtingarmyndir kynjaskekkjunnar; klámvæðing og kynbundið ofbeldi eru skoðuð og greind í gegnum fjölmiðla, stjórnmál, dægurmenningu og fleira. Áfanginn byggir á virkni og þátttöku nemenda í sjálfsskoðun, greiningu á umhverfi sínu og umræðum um eigin viðhorf jafnt og annarra.

Forkröfur: Engar

Þekkingarviðmið: Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:

  • helstu hugtökum og kenningum kynjafræðinnar
  • birtingarmyndum kynjaskekkju eins og hún birtist í samfélaginu s.s. fjölmiðlum
  • kynbundnu ofbeldi og afleiðingum þess
  • nokkrum helstu atriðum í sögu jafnréttisbaráttunnar á Vesturlöndum

Leikniviðmið: Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

  • beita hugtökum og kenningum kynjafræðinnar á raunveruleg viðfangsefni
  • taka þátt í umræðu, munnlega og skriflega, um kynjafræði
  • greina stöðu jafnréttismála og kynjaskekkju í eigin samfélagi og annarra
  • greina staðalmyndir kynjanna í samfélagslegri orðræðu og myndefni eins og hún birtist í fjölmiðlum og víðar

Hæfniviðmið: Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

  • skilja helstu orsakir kynjaskekkjunnar samkvæmt hugmyndum kynjafræðinnar
  • greina samfélagið með gleraugum kynjafræðinnar og geta beitt félagsfræðilegu innsæi til að tengja gildi samfélagsins í þeim efnum við eigið líf
  • meta og greina heimildir á sviði áfangans á fræðilegan hátt og geta hagnýtt þær í eigin þágu