LEIÐ1JS05 - Leiðtogaþjálfun - Jafningjastjórnun og samábyrgð

Viðfangsefni: Starf innan NFF

Lýsing: Farið verður yfir helstu þætti sem skipta máli varðandi jafningjastjórnun og samábyrgð, uppbyggingu félagslífs, stjórnun fjármála, verkefnastjórnun, jafnrétti, kynhlutverk, lýðræðisleg og sjálfstæð vinnubrögð, HEF og aðra áhersluþætti í skólastarfinu. Lögð er áhersla á gagnrýna hugsun og að styrkleikar hvers og eins fái að njóta sín. Áfanginn er einstaklingsmiðaður því hlutverk hvers nemanda innan nemendafélagsins er mismunandi.

Forkröfur: Engar

Þekkingarviðmið; Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:

  • samfélagslegum gildum, siðgæði, mannréttindum og jafnrétti
  • áhrifum fyrirmynda og staðalímynda á eigin ímynd og lífstíl
  • vinnulagi sem nýtist til undirbúnings fyrir frekara nám
  • áhrifum fyrirmynda og staðalímynda á eigin ímynd og lífstíl

Leikniviðmið: Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

  • tjá sig á skýran, ábyrgan og skapandi hátt
  • taka þátt í samræðum, færa rök fyrir máli sínu og virða skoðanir annarra
  • vera verklega sjálfbjarga
  • beita skapandi hugsun í öllu starfi
  • vinna á sjálfstæðan, ábyrgan og skapandi hátt undir leiðsögn
  • umgangast umhverfi sitt með sjálfbærni í huga

Hæfniviðmið: Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

  • tjá hugsanir sínar og tilfinningar í rökréttu samhengi
  • geta hagnýtt sterkar hliðar sínar á skapandi hátt
  • geta átt jákvæð og uppbyggileg samskipti og samstarf við annað fólk
  • sýna lífsgildum, mannréttindum og jafnrétti virðingu
  • vera virkur og ábyrgur borgari í lýðræðislegu nær- og fjærsamfélagi
  • tjá hugsanir sínar og tilfinningar í rökréttu samhengi