LEIK1LE05 - Leiklist - Grunnatriði í leiklist
Viðfangsefni: Leiklist
Lýsing: Farið verður yfir helstu aðferðir leiklistar. Kennsla í spuna og skapandi hlustun í leik. Vinna með díalóga og mónalóga. Vettvangsheimsóknir, leikhúsferðir og skrif á gagnrýni. Unnið með ferilskrá.
Forkröfur: Engar
Þekkingarviðmið: Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
- aðferðafræði og vinnu leikara
- spuna og skapandi hlustun í leik
- leikhúsfræðum og uppsetningu leikrita
- vinnu með mónalóga og díalóga
- undirbúningi á leiksýningu
Leikniviðmið: Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
- tjá sig á skýran og ábyrgan hátt
- lesa leikverk
- taka þátt í díalógum
- taka þátt í undirbúningsvinnu fyrir uppsetningu á leikverki
- vinna á sjálfstæðan, ábyrgan og skapandi hátt undir leiðsögn
Hæfniviðmið: Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
- beitt helstu aðferðum leiklistarinnar
- lesa og skilja uppbyggingu leikverka
- tjá hugsanir sínar og tilfinningar í rökréttu samhengi
- geta hagnýtt sterkar hliðar sínar á skapandi hátt
- geta átt jákvæð og uppbyggilega samskipti við annað fólk
- hugað að náms og starfsferli sínum er snýr að leiklist