LÍFF1LA05 - Líffræði - Almenn líffræði
Viðfangsefni: Áfanganum er ætlað að spanna helstu viðfangsefni líffræðinnar frá frumum til ytra umhverfis. Sérstök áhersla eru á örverur og kynsjúkdóma.
Lýsing: Áfanginn er fyrir nemendur á öðrum brautum en raunvísindabraut.
Gerð er grein fyrir hlutverki líffræðinnar, tengslum við aðrar fræðigreinar og vísindaleg vinnubrögð útskýrð. Fjallað er um frumur og grundvallaratriði erfða, næringarfræði, örverur og þar með gangsemi og skaðsemi þeirra. Lögð er áhersla á að nemendur öðlist þekkingu og skilning á umhverfi sínu, náttúru Íslands, umhverfismálum og mikilvægi þeirra í daglegu lífi. Umfjöllun hverju sinni er tengd daglegu lífi.
Forkröfur: Engar
Þekkingarviðmið: Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
- eigin líkama, heilbrigðum lífstíl og næringu
- bakteríum og veirum með áherslu á sjúkdóma m.a. kynsjúkdóma
- erfðafræði, stökkbreytingum og krabbameinum
- fjölbreytileika lífvera, sérkenni íslenskrar náttúru og nánasta umhverfi
- vísindalegum aðferðum
Leikniviðmið: Nemandinn skal hafa öðlast leikni í að:
- lesa líffræðilegan texta og skilja umfjöllun um helstu viðfangsefni áfangans
- nota upplýsingatækni við heimildaöflun og vinnu
- beita vísindalegum aðferðum til að framkvæma verklegar æfingar, nota ljóssmásjá og einföld rannsóknartæki
- skrifa skýrslur og leysa verkefni um afmörkuð viðfangsefni
- tjá kunnáttu sína munnlega og skriflega
Hæfniviðmið: Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að
- tengja undirstöðuþekkingu í líffræði við daglegt líf og umhverfi
- lesa fréttagreinar og almenn vísindarit
- leggja mat á upplýsingar sem tengjast líffræðilegum viðfangsefnum í samfélaginu
- meta hvað sé heilbrigt líferni og vera ábyrgur fyrir eigin kynheilbrigði
- átta sig á gildi náttúrunnar sem fæðugjafa
- bera virðingu fyrir og vera ábyrgur gagnvart lifandi náttúru
- beita öguðum vinnubrögðum, taka ábyrgð á eigin námi í einstaklingsverkefnum og í samvinnu við aðra
- meta á hverju heilbrigt líferni byggir, hvað varðar neysluvenjur og kynheilbrigði