LÍFF2LK05 - Líffræði - Líffærafræði

Viðfangsefni: Líffærafræði

Lýsing: Markmið eru að nemendur þekki vel til starfsemi og byggingu (anatómíu) mannslíkamans; beinabyggingar, byggingu og starfsemi vöðvakerfis, sér í lagi rákóttra vöðva, byggingu æðakerfis, byggingu taugakerfis.

Forkröfur: Engar

Þekkingarviðmið: Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:

  • byggingu vefja, almennt skipulag líkamans, staðsetningu líffæra
  • beinabyggingu líkamans
  • vöðvabyggingu líkamans, hver eru upptök þeirra og festur og hvernig þeir hreyfa líkamann
  • taugakerfið, hvernig það er byggt upp, hvar helstu svæði heilans eru og úttaugar
  • bygging æðakerfisins,Bygging hjartans, hvar er helstu æðar að finna og hvert þær liggja

Leikniviðmið: Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

  • lesa úr smásjármyndum um vefi líkamans
  • átta sig á vöðvum líkamans, upptökum þeirra, festu og hreyfingu
  • skoða beinagrindina út frá hlutverkum beinanna við hreyfingar
  • efla skilning á nauðsyn hreyfingar og farsæls lífstíls við líf í nútíma samfélagi
  • skilja hvernig blóðið streymir um líkamann og hvernig taugar stjórna líkamanum

Hæfniviðmið: Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

  • undirbúa sig fyrir frekara nám í heilbrigðisfræðum
  • lesa fræðirit um líffærafræði og heilbrigði til skilnings
  • fjalla á rökrænan hátt hvers vegna hreyfing er nauðsynleg
  • leysa úr einföldum verkefnum í líkamsþjálfun, t.d. hvernig eru magavöðvar þjálfaðir
  • yfirfæra þekkingu frá því að lesa um hreyfingu og nota í líkamsrækt
Til baka