LÍFF3LE05 - Líffræði - Lífeðlisfræði, seinni hluti
Viðfangsefni: Lífeðlisfræði ákveðinna líffærakerfa; meltingar-, innkirtla-, tauga-, stoð-, vöðva og æxlunarkerfi auk skynjunar og fósturþroska.
Lýsing: Fjallað er um líkamsstarfsemi dýra og plantna í framhaldi af LÍFF2LE05, áhersla er á mannlíkamann og lífeðlisfræði ákveðinna líffærakerfa; meltingar-, innkirtla-, tauga-, stoð-, vöðva og æxlunarkerfi auk skynjunar og fósturþroska. Heilbrigð starfsemi er lögð til grundvallar en einnig algengustu frávik. Rannsóknarstofnanir sem tengjast viðfangsefni eru heimsóttar. Mikilvægi þekking á lífeðlisfræði í daglegu lífi, einnig eru nemendur búnir undir frekara nám í lífeðlisfræði og skyldum greinum.
Forkröfur: LÍFF2LE05
Þekkingarviðmið: Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
- næringarnámi plantna og dýra
- uppbyggingu og virkni meltingarkerfis
- heilbrigðum lífstíl og næringu, hlutverki vítamína, stein- og snefilefna
- mismunandi hlutverkum boðefna
- helstu innkirtlum og hormónum þeirra
- eðli taugaboða og starfsemi taugakerfis
- mismunandi skynfærum
- stoðkerfi, vöðvum og vöðvasamdrætti
- mismunandi frumuskiptingum
- sáð- og eggfrumumyndun
- æxlun manna og getnaðarvörnum
- fósturþroska
- algengustu frávikum heilbrigðar starfsemi, orsökum þeirra og afleiðingum
- áhættuþáttum í líferni sem auka líkur á sjúkdómum
- vísindalegum aðferðum
Leikniviðmið: Nemandinn skal hafa öðlast leikni í að:
- skilja umfjöllun um helstu viðfangsefni áfangans
- lesa líffræðilegan texta og lífeðlisfræðilegar upplýsingar úr máli og myndum
- nota upplýsingatækni við heimildaöflun og vinnu
- beita vísindalegum aðferðum við framkvæmd verklegra æfinga
- leysa verkefni um afmörkuð viðfangsefni
- tjá kunnáttu sína munnlega, skriflega og fjalla um álitamál
- fjalla um hvernig líffærakerfin starfa eðlilega auk vandamála sem upp geta komið
- skrifa skýrslu um niðurstöður verklegra æfinga
Hæfniviðmið: Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér:
- leggja gróft mat á lífeðlisfræðilegar upplýsingar á gagnrýninn hátt og leggja mat á upplýsingar sem tengjast líffræðilegum viðfangsefnum í samfélaginu
- taka ábyrgð á eigin lífi m.t.t. lífeðlisfræðilegra þátta
- taka ákvarðanir varðandi heilbrigðan lífsstíl
- tengja niðurstöður verklegra æfinga við fræðin og draga ályktanir af þeim
- afla sér frekari þekkingar á sviði lífeðlisfræðinnar
- beita öguðum vinnubrögðum, taka ábyrgð á eigin námi í einstaklingsverkefnum og í samvinnu við aðra