Viðfangsefni: Félagsleg mannfræði
Lýsing: Áfanginn er kynning á mannfræði og farið yfir víðan völl í greininni en þó er áherslan aðallega á félagslega mannfræði. Sjónarhorn mannfræðinnar, þ.e. heildræn sýn og afstæðishyggja eru leiðarstjörnur í áfanganum og út frá þeim eru nokkur af helstu viðfangsefnum mannfræðinnar kynnt, til að mynda: fjölskylda og hjúskapur, sifjakerfi og ættrakning, hópamyndun, stjórnmál, stríð og friður, trú og tákn, viðskipti og hagkerfi – hagræn mannfræði. Þá eru rannsóknaraðferðir mannfræðinnar kynntar.
Forkröfur: Engar.
Þekkingarviðmið: Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
- sögu mannfræðinnar og helstu greinum hennar
- nokkrum helstu hugtökum, kenningum og kenningasmiðum
- rannsóknaraðferðum mannfræðinnar
- sérstöðu mannfræðinnar og skyldleika við aðrar greinar félagsvísinda
- uppruna mannsins sem tegundar og þróun hans fram á okkar daga
Leikniviðmið: Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
- beita helstu hugtökum og kenningum mannfræðinnar á einföld dæmi
- tjá sig í ræðu og riti út frá orðræðu og nálgun mannfræðinnar
- lesa fræðilegan texta í mannfræði
- leita traustra heimilda og geta vitnað til þeirra á viðurkenndan hátt
Hæfniviðmið: Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
- beita sjónarhorni afstæðishyggju á samfélagsleg mál og geti greint eigin viðhorf og annarra út frá henni
- taka rökstudda afstöðu til mannfræðilegra álitamála
- beita félagsfræðilegu innsæi til að greina tengslin á milli einstaklings og samfélags á gagnrýninn hátt