MYND1PS03 - Myndvinnsla - Myndvinnsla I

Forkröfur: Engar

Undirstöðuatriði í myndvinnslu eru kennd með helstu verkfærum í myndvinnslu (t.d. Photoshop). Mismunandi myndsnið verða notuð þar sem litaprófílar og upplausnir koma við sögu. Kennt verður að nota lög (layers), litun á myndum og notkun á maska. Aðferðir hvernig skal samsetja myndir án greinanlegra skilja. Höfundaréttir og notkun á myndefni á vefnum.

Eftir áfangann hafa nemendur kunnáttu í:

  • Undirstöðuatriði í myndvinnslu
  • Litaprófílum og upplausnum
  • Helstu verkfæri myndvinnslu
  • Höfundarétti og notkun mynda á netinu
  • Samsetningu mynda
  • Skapandi og sjálfstæð vinnubrögð