MYNL1LM05 - Myndlist - Leirmótun: Grunnáfangi

Viðfangsefni: Grunnþættir leirmótunar

Lýsing
: Áfanginn er byrjunaráfangi í leirmótun. Markmið áfangans er að örva og ýta undir sköpunargleði nemenda og skilning þeirra á þrívíddarmótun í leir. Áhersla er lögð á mótun forma og að nemendur öðlist tilfinningu fyrir efninu og möguleikum þess með því að nýta plötuaðferð, slönguaðferð og kúlu. Fræðsla er um notkun áhalda og nemendur læra að beita því áhaldi sem við á hverju sinni, auk þess kynnast nemendur möguleikum oxíða og glerunga. Lögð er áhersla á skapandi, vönduð og sjálfstæð vinnubrögð.

Forkröfur: MYNL1SE05

Þekkingarviðmið: Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:

  • litasvið blýantsins og aðferðum til skygginga
  • hvernig grunnformin móta alla hluti í umhverfi okkar
  • hvernig breyta má tvívíðri línuteikningu svo sýnist þrívíð með réttum skyggingaraðferðum
  • myndbyggingu
  • formum og uppbyggingu þeirra
  • tveggja punkta fjarvídd
  • hvernig mismunandi teikniáhöld gefa mismunandi línu og áferðir
  • hvernig teikna á mannslíkamann í fötum í réttum hlutföllum
  • hvernig teikna má rými með fjarvíddarteikningu
  • fjölbreytileika í meðhöndlun efniviðar

Leikniviðmið: Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

  • lesa upplýsingar um listir og menningu
  • vinna með mismunandi leiðir til listsköpunar
  • nýta sér grunnþjálfun í tækni, verklagi, skapandi aðferðum og túlkun
  • vinna frá hugmynd til lokaafurðar
  • teikna rými í eins- og tveggja punkta fjarvídd
  • vinna persónulega skissu- og hugmyndabók
  • ræða eigin verk og annarra

Hæfniviðmið: Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

  • tjá sig á skýran, ábyrgan og gagnrýnin hátt um listsköpun
  • byggja upp myndverk
  • nýta reglur og form í eigin listsköpun
  • vinna á perónulegan hátt með eigin hugmyndir
  • útfæra myndverk með tilliti til formfræði og myndbyggingar
  • vinna með mismunandi leiðir til listsköpunar og hönnunar
  • sýna frumkvæði og skapandi nálgun í verkum sínum