SAGA3SE05 - Saga - Þættir úr menningasögu Evrópu

Viðfangsefni: Þættir úr menningarsögu Evrópu

Lýsing: Skoðuð er menning með fjölþætt markmið í huga, myndlist, byggingarlist, bókmenntir, heimspeki og vísindi. Úrvinnsla og framsetning nemenda miði að því að miðla þekkingu, skilningi og tilfinningu fyrir tíðaranda. Nemendur lesa greinar í sagnfræðitímaritum, sögulegar skáldsögur og ævisögur.


Forkröfur: 5 einingar í sögu á 2. þrepi

Þekkingarviðmið: Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:

  • hvernig menning Grikkja og Rómverja birtist okkur í nútímanum
  • áhrifum kirkjunnar á menningu hins vestræna heims
  • hvernig borgir hafa skapað menningarlega deiglu
  • hvernig tækni hefur haft áhrif á menninguna
  • fjölbreytilegum menningarheimum mannkyns

Leikniviðmið: Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

  • miðla fræðilegu efni í texta, máli og mynd
  • leita heimilda um fjölbreytilega menningarheima
  • nota fræðilegan texta á íslensku og ensku við lausn verkefna
  • afla upplýsinga og setja í fræðilegt samhengi

Hæfniviðmið: Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

  • bera saman menningarheima
  • átta sig á nýjungum í menningarsköpun og á hvaða grunni hún er byggð
  • rýna í texta og myndir á gagnrýninn hátt
  • vinna í samstarfi með ólíkar heimildir og komist að sameiginlegri niðurstöðu
  • beita vinnubrögðum sagnfræðinnar til þess að vinna úr heimildum og setja fram á skilmerkilegan hátt í máli og myndum
Til baka