SÁLF2AU05 - Sálfræði - Auglýsingasálfræði

Viðfangsefni: Auglýsingar, áróður, brellur og brögð

Lýsing: Saga og áhrif auglýsinga kynnt. Fjallað er um sálfræðilegar kenningar á bak við auglýsingar og áróður, t.d. auglýsingatækni, skynferlin, skynvillur, markaðssetningu, neðanmarkarskynjun og hvernig er hægt að hafa áhrif á okkur með að beita þekkingu á þessum sviðum. Reynt er að gera nemendum grein fyrir umfangi og áhrifum auglýsinga og áróðurs á hegðun og viðhorf neytenda. Leiðir til að ná athygli neytandans og auglýsingabrellur eru sérstaklega skoðaðar og greindar á ýmsan hátt með það að markmiði að gera nemendur meðvitaða um hvernig markaðsöflin hafa áhrif á hegðun neytenda.

Forkröfur: Engar

Þekkingarviðmið: nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:

  • þeim aðferðum sem eru notaðar í auglýsingum til að ná athygli neytenda
  • þeim aðferðum sem notaðar eru í auglýsingum til að hafa áhrif á hegðun neytenda
  • umfangi auglýsinga
  • kenningum um áróður
  • kenningum um þarfir og hvatir, kynhlutverk, staðalmyndir, skynjun, neðanmarkarskynjun og fleira

Leikniviðmið: Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

  • koma upplýsingum á framfæri í gegnum auglýsingar
  • búa til auglýsingar
  • greina og varast helstu brellur sem notaðar eru í auglýsingum
  • beita helstu stefnum og kenningum innan auglýsingasálfræðinnar
  • lesa út úr og skilja helstu rannsóknarniðurstöður á þessu sviði
  • greina og þekkja helstu brellur og brögð sem notuð eru til að ná athygli neytenda og hafa áhrif á hegðun þeirra

Hæfniviðmið: Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hefur aflað sér til að:

  • átta sig á hvernig auglýsingar hafa áhrif þannig að nemandi sé meðvitaður og geti varið sig betur gegn þeim
  • gera sér grein fyrir hvernig er reynt að hafa áhrif á okkar daglegu hegðun og viðhorf með áróðri og auglýsingum og getað komið þessari þekkingu á framfæri við aðra
  • leggja mat á dæmi um auglýsingar út frá fræðunum
  • átta sig á duldum boðskap í almennri fjölmiðlaumfjöllun