Viðfangsefni: Saga, kenningar, nám og minni
Lýsing: Þetta er inngangsáfangi í sálfræði. Farið er í grunnþætti fagsins, grunnhugtök rædd og skilgreind. Helstu kenningar í sálfræði kynntar og ræddar. Þá er farið í undirstöður mannlegrar hegðunar sem og nám og minni og fjallað um samspil hugsunar, hegðunar og tilfinninga.
Forkröfur: Engar
Þekkingarmarkmið: nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
- kynnist sögu og aðferðum vísindalegrar sálfræði og þekki helstu stefnur sálfræðinnar í sögulegu samhengi
- fái innsýn í fjölbreytileika sálfræðinnar, þekki helstu starfssvið og viti hvernig sálfræði nýtist í daglegu lífi og í meðferð
- fái innsýn í þætti sem hafa áhrif á nám, námserfiðleika, minni og skynjun og þar af leiðandi einnig hegðun fólks
- viti hvað viðbragðsskilyrðing er og þekki tengsl hennar við daglegt líf
- viti hvað virk skilyrðing er og þekki tengsl hennar m.a. við uppeldi, nám og meðferð átti sig á hvernig minni vinnur
Leiknimarkmið: Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
- að geta lesið fjölbreyttan texta um viðfangsefni greinarinnar sér til fróðleiks og skilnings
- vinna með kenningar í sálfræði
- í að vinna með sálfræðilega hugtök
- að koma vitneskju sinni á framfæri, bæði munnlega og skriflega
- að geta beitt skipulegum aðferðum við leit að lausnum verkefna
- að vera sjálfstæður í vinnubrögðum
- geta nýtt sér margvíslegar tækni við þekkingarleit og miðlun þekkingar
Hæfnimarkmið: Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hefur aflað sér til að:
- beita minnisaðferðum til að auka minni
- beita betri aðferðum í námstækni
- að beita þekkingu sinni í samskiptum við aðra
- fái innsýn í eigin hugarheim og skilning á eigin tilfinningum
- geta beitt orðaforða greinarinnar af öryggi
- geta aflað gagna, flokkað, unnið úr og miðlað upplýsingum á gagnrýninn og skapandi hátt