SÁLF3GS05 - Sálfræði - Geðsálfræði
Viðfangsefni: Flokkunarkerfi, afbrigðilegt atferli, geðsjúkdómar og geðrækt
Lýsing: Hugtökin geðheilbrigði og afbrigðileiki eru skoðuð og rædd út frá þeim ýmsu skilgreiningum sem til eru um þessi hugtök. Nemendur fræðast um algengustu flokkunarkerfi og algengustu geðraskannirnar út frá DSM flokkunarkerfinu, s.s. lyndisraskanir, kvíðaraskanir, geðklofa, streitu og áfengis- og lyfjafíkn. Kenningar um mögulegar orsakir þeirra og meðferðarúrræði eru skoðuð og rædd. Viðhorf gagnvart andlega fötluðum eru rædd með það fyrir augum að ýta undir virðingu, skilning og umburðarlyndi í þeirra garð. Geðheilsa og geðrækt fólks tekin sérstaklega fyrir.
Forkröfur: SÁLF2IN05
Þekkingarviðmið: nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
- kenningum um afbrigðileika
- skilgreiningum grunnhugtaka, m.a. um afbrigðilega hegðun og geðheilbrigði
- helstu kenningum um orsakir streitu, afleiðingum hennar og leiðum til að losa um hana
- helstu flokkum algengra geðsjúkdóma, orsökum þeirra, einkennum og tíðni
- flokkunarkerfum sálfræðinnar, sérstaklega DSM flokkunarkerfinu
- flokkun geðrænna vandamála
- meðferðarformum sálfræðinnar
- nokkrum leiðum til að viðhalda andlegu heilbrigði
- geðorðunum 10 og gjörhygli/núvitund
Leikniviðmið: Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
- beita helstu hugtökum afbrigðarsálfræðinnar
- nota DSM til að greina geðræn vandamál
- leita traustra heimilda og vitna til þeirra á viðurkenndan hátt
- miðla upplýsingum um efnisþætti áfangans
- greina hvaða meðferðarform henta ólíkum geðröskunum
- beita þeim leiðum sem stuðla að andlegu heilbrigði og fjallað er um í áfanganum
Hæfniviðmið: Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hefur aflað sér til að:
- beita þekkingu sinni til að efla og verja eigin geðheilsu
- taka gagnrýna afstöðu til ólíkra meðferðaleiða
- vera virkur í rökræðum um efnisþætti áfangans
- taka ábyrga afstöðu til lífsvenja til að varðveita eigið andlegt heilbrigði
- skoða eigin hugarheim og skilning á eigin tilfinningum og geta hagnýtt eigin þekkingu til umbóta
- þekkja eigin styrkleika og setja sér raunhæf markmið
- stunda geðrækt, þ.e. tileinka sér lífsvenjur sem eru uppbyggilegar fyrir líkamlegt og andlegt heilbrigði
- gera sér grein fyrir eigin fordómum og leitast við að vinna gegn þeim
- vera virkur og ábyrgur þátttakandi í lýðræðislegu samfélagi
- virða mannréttindi og jafnrétti í öllu starfi
- tileinka sér fordómaleysi gagnvart fólki með geðraskanir
- vera sjálfstæður í vinnubrögðum